Sonja Margrét Gränz

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sonja Margrét Gränz.

Sonja Margrét Ólafsdóttir Gränz frá Jómsborg, húsfreyja fæddist 24. ágúst 1939 á Þingvöllum.
Foreldrar hennar voru Ólafur Adólf Gränz húsgagnasmíðameistari, f. 4. mars 1912, d. 14. ágúst 1960, og kona hans Ásta Ólafsdóttir Gränz húsfreyja, f. 8. janúar 1916, d. 23. apríl 1967.

Börn Ástu og Ólafs:
1. Sonja Margrét Gränz, f. 24. ágúst 1939 á Þingvöllum.
2. Carl Ólafur Gränz, f. 16. janúar 1941 á Hásteinsvegi 36.
3. Guðrún Violetta Gränz, f. 12. september 1945 í Jómsborg.
4. Róbert Helgi Gränz, f. 22. maí 1947 í Jómsborg.
5. Henrý Þór Gränz, f. 17. desember 1948 í Jómsborg.
6. Hulda Ósk Gränz, f. 6. júlí 1954 í Jómsborg.

Sonja var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lék barn í Kinnarhvolssystrum 1950, lauk þriðja bekkjar gagnfræðaprófi 1955.
Sonja var aðstoðarforstöðukona við Leikskólann Sóla frá stofnun hans 1960-1963. Um alllangt skeið var hún vinnukona hjá Baldri bankastjóra og Jóhönnu Ágústsdóttur húsfreyju.
Þau Hlöðver giftu sig 1960, eignuðust sjö börn. Sonja bjó í Jómsborg við fæðingu Ólafs Ómars 1959 og við giftingu 1960 og Hlöðver í Þingholti. Þau bjuggu í Skálholti- eldra, Landagötu 22 við fæðingu Geirs Sigurpáls 1964, Kirkjuvegi 26 við fæðingu Ástþórs 1966 og Vignis Þrastar 1967 og enn 1968.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1968, bjuggu á Hjarðarhaga 28 skamma stund, en fluttu til Hafnarfjarðar, bjuggu þar á Sléttahrauni 29, en fluttust síðan að Grenilundi 5 í Garðabæ, í hús, sem þau höfðu byggt, og þar búa þau nú.

I. Maður Sonju, (17. apríl 1960), er Hlöðver Pálsson byggingameistari, nú í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ómar Hlöðversson trésmíðameistari, f. 28. nóvember 1959 í Eyjum. Barnsmóðir er María Sveinbjörg Viggósdóttir. Kona er Sigríður Thorsteinson.
2. Geir Sigurpáll Hlöðversson verkfræðingur, f. 3. janúar 1964 í Eyjum. Kona hans er Jóna Lind Sævarsdóttir.
3. Ástþór Hlöðversson matsveinn, f. 20. mars 1966 í Eyjum. Kona hans er Sigríður Helga Guðmundsdóttir.
4. Vignir Þröstur Hlöðversson matsveinn, f. 25. maí 1967 í Eyjum. Fyrri kona er Guðlaug Hrafnsdóttir. Síðari kona er Lilja Björk Hauksdóttir.
6. Hlöðver Hlöðversson verkfræðingur, f. 16. mars 1972 í Hafnarfirði. Kona hans er Margrét Perla Kolka Leifsdóttir.
7. Róbert Karl Hlöðversson vinnur við vörumerkingar hjá Samhentir, f. 12. október 1978 í Reykjavík. Kona hans er Erla María Árnadóttir.
8. Víóletta Ósk Hlöðversdóttir læknir, f. 18. nóvember 1979 í Reykjavík. Maður hennar er Sverrir Örn Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.