Kolbrún Ingólfsdóttir (Bólstaðarhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kolbrún Ingólfsdóttir.

Kolbrún Ingólfsdóttir húsfreyja fæddist 22. október 1938 í Bólstaðarhlíð við Heimagötu 39.
Foreldrar hennar voru Ingólfur Símon Matthíasson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 17. desember 1916 á Gjábakka, d. 18. október 1999, og kona hans Pálína Ingibjörg Björnsdóttir frá Glaumbæ í Skagafirði, húsfreyja, f. 12. maí 1918, d. 4. júní 1990.

Kolbrún var með foreldrum sínum.
Hún eignaðist barn með Birgi Aðalsteini 1960.
Þau Carl Ólafur giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Kolbrún lést 2023.

I. Barnsfaðir Kolbrúnar var Aðalsteinn Birgir Ingólfsson í Reykjavík, f. 15. desember 1935, d. 25. apríl 2003.
Barn þeirra:
1. Inga Dís Birgisdóttir (Ingólfsdóttir), f. 26. nóvember 1960 í Reykjavík.

II. Maður Kolbrúnar, skildu, er Ólafur Gränz, f. 16. janúar 1941.
Börn þeirra:
2. Birna Dögg Ólafsdóttir Gränz, f. 4. janúar 1969. Barnsfaðir hennar Haraldur Ernst Sigurðsson. Maður hennar Sigurjón Freyr Valberg.
3. Carl Ólafsson Gränz, f. 17. desember 1969. Kona hans Guðrún Ósk Gunnarsdóttir.
4. Sonja Ólafsdóttir Gränz, f. 4. október 1971. Maður hennar Sigurður Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.