Jón Jónsson (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. apríl 2015 kl. 12:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. apríl 2015 kl. 12:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Jónsson''' húsmaður, sjómaður í Dölum fæddist 29. september 1837 á Kvíabóli í Mýrdal og drukknaði 13. mars 1874.<br> Foreldrar hans voru Jón Guðmunds...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Jónsson húsmaður, sjómaður í Dölum fæddist 29. september 1837 á Kvíabóli í Mýrdal og drukknaði 13. mars 1874.
Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson bóndi víða, síðast á Auðnum (Skurðbæ) í Meðallandi, f. 17. apríl 1811 í Prestbakkakoti á Síðu, d. 3. september 1891 í Lágu-Kotey í Meðallandi, og kona hans Elín Árnadóttir húsfreyja, f. 31. mars 1805 á Syðri-Steinsmýri, d. 26. nóvember 1875 á Auðnum.

Jón var með foreldrum sínum á Kvíabóli til 1841, í Háu-Kotey 1841-1848, á Auðnum 1848-1861, í félagsbúi þar 1861-1862. Hann var húsmaður í Nýjabæ 1862-1864.
Hann fluttist með Ólöfu konu sinni og Jóhönnu barni þeirra að Helgabæ 1864, var þar næstu árin. Þar eignuðust þau Ólínu í lok ársins.
Þau voru húsfólk í Dölum 1867-dd. Í Dölum fæddust þeim Önundur og Ásbjörn. Önundur dó 1872, nær 4 ára.
Jón drukknaði af Gauki, er honum hlekktist á við Klettsnef 13. mars 1874.
Þeir, sem fórust voru:
1. Árni Árnason bóndi á Vilborgarstöðum.
2. Gísli Brynjólfsson ekkjumaður í Móhúsum, sem var ein af Kirkjubæjarjörðunum. Hann var faðir Solveigar móður Gísla á Arnarhóli.
3. Erlendur Pétursson, vinnumaður í Litlakoti (nú Veggur).
4. Jón Jónsson húsmaður í Dölum.
5. Sigurður Eyjólfsson, vinnumaður á Steinsstöðum.
6. Stefán Jónsson Austmann í Vanangri.
7. Brynjólfur Einarsson frá Dölum, þá vinnumaður í Jónshúsi.
8. Sighvatur Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum og formaður á bátnum komst af, en lést af afleiðingum slyssins um sumarið eftir.

Kona Jóns, (15. júlí 1861), var Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1838, d. 23. janúar 1920.
Börn Jóns og Ólafar hér:
1. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1862 í Nýjabæ í Meðallandi. Hún ólst upp í Eyjum, giftist Guðjóni Péturssyni, f. 1857, d. 1899. Þau bjuggu í Hellisfirði í S-Múl. Orðin ekkja fluttist hún til Vesturheims með börn sín tvö 1902.
2. Ólína Jónsdóttir, f. 24. desember 1864, d. 25. ágúst 1938. Hún ólst upp í Presthúsum hjá Jóni Jónssyni og Ingibjörgu Stefánsdóttur. Hún fluttist til Vesturheims 1885, nefndi sig Goodman.
3. Önundur Jónsson, f. 15. mars 1868, d. 19. janúar 1872 „úr andarteppuhósta“.
4. Ásbjörn Jónsson bóndi á Syðri-Fljótum í Meðallandi, f. 6. mars 1871 í Dölum, d. 15. nóvember 1922, kvæntur Sigríði húsfreyju Sveinsdóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.