Jón Jónsson (Presthúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search


Jón Jónsson bóndi og formaður í Presthúsum fæddist 2. júní 1831 á Prestbakka á Síðu og lést 27. september 1907 í Vesturheimi.
Faðir hans var Jón bóndi víða í V-Skaftaf.s, en síðast á Brattlandi á Síðu, f. 15. desember 1801 í Þykkvabæ, Jónsson bónda, lengst í Þykkvabæ, f. 1733, d. 27. ágúst 1805 í Hörgsdal, Ólafssonar bónda í Þykkvabæ, f. 1697, Þorsteinssonar, og konu Ólafs, Þuríðar húsfreyju Bjarnadóttur.
Móðir Jóns á Brattlandi og þriðja kona Jóns í Þykkvabæ var Vilborg húsfreyja, f. 1769, d. 15. desember 1846 á Prestbakka, Eiríksdóttir bónda á Fossi á Síðu, d. 19. apríl 1803 á Syðri-Fljótum í Meðallandi, Sigurðssonar og konu Eiríks, Gróu húsfreyju, f. 1731, d. 1784 á Fossi, Jónsdóttur.

Móðir Jóns í Presthúsum og kona Jóns á Brattlandi var Jórunn húsfreyja, f. 2. maí 1797 í Hörgsdal, d. 30. apríl 1883 á Fossi á Síðu, Jónsdóttir bónda og húsmanns víða, lengst bónda á Söndum í Meðallandi, f. 1773 á Fossi, d. fyrir 1845, Jónssonar bónda og lögréttumanns (1753-1768) á Fossi 1760-1783, flúði þá (vegna Eldanna) í Rangárvallasýslu, bónda u. Eyjafjöllum, lengst í Varmahlíð 1787-dd., f. 1730 í Holti á Síðu, d. 10. ágúst 1802 í Varmahlíð, Vigfússonar, og konu Jóns Vigfússonar Sigurlaugar húsfreyju, f. 1741 á Mosfelli í Grímsnesi, d. 12. september 1792 í Varmahlíð, Sigurðardóttur.
Móðir Jórunnar á Brattlandi og kona Jóns á Söndum var Guðrún húsfreyja, f. 1762, d. 24. nóvember 1820 á Hörgslandi á Síðu, Stefánsdóttir bónda á Hnausum í Meðallandi, f. 1737, d. 1812 á Rauðabergi í Fljótshverfi, Halldórssonar, og konu Stefáns á Hnausum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1738 á Hofsnesi í Öræfum, d. 11. september 1817 á Rauðabergi, Þorsteinsdóttur.

Jón í Presthúsum var með foreldrum sínum til ársins 1851, varð þá vinnumaður á Keldunúpi og síðan Fossi. Hann var húsmaður á Brattlandi 1853-1855. Þá fór hann til Keflavíkur, kom aftur 1860, var sjálfs sín í Hörglandskoti og síðan á Brattlandi 1861-1862.
Hann fluttist til Eyja 1862, var bóndi í Presthúsum 1870 og 1880, var hjá Guðlaugi Jóhanni syni sínum í Stóra-Gerði 1890.
Jón fluttist til Vesturheims frá Stóra-Gerði 1892, 61 árs.

Kona Jóns í Presthúsum, (6. ágúst 1853, skildu), var Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Presthúsum, f. 19. ágúst 1831, d. 27. júlí 1907 í Eyjum .
Börn Jóns og Ingibjargar voru:
1. Jón Jónsson bóndi og formaður í Norður-Gerði, f. 22. júlí 1854, d. 1. apríl 1925, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur húsfreyju, f. 28. júní 1854, d. 4. maí 1933.
2. Guðlaugur Jóhann Jónsson bóndi og útvegsmaður í Stóra-Gerði, f. 11. nóvember 1866, d. 25. apríl 1948, kvæntur Margréti Eyjólfsdóttur húsfreyju, f. 24. júní 1865, d. 29. janúar 1937.
3. Stefán Jónsson, f. 1859. Hann var hjá foreldrum sínum eins árs í Hörglandskoti 1860 og 10 ára í Presthúsum 1870, lést 8. september 1871 úr taugaveiki.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur- Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.