Ólína Jónsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólína Jónsdóttir (Goodman) frá Dölum, síðar í Vesturheimi fæddist 24. desember 1864 í Helgabæ og lést 25. ágúst 1938.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson húsmaður í Dölum, f. 29. september 1837 á Kvíabóli í Mýrdal, drukknaði 13. mars 1874, er Gaukur fórst við Klettsnef, og kona hans Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1838, d. 23. janúar 1920.

Ólína var með foreldrum sínum fyrstu ár sín. Þau voru komin að Dölum 1867.
Hún missti föður sinn á 10. árinu.
Ólína var fósturbarn í Presthúsum hjá Jóni Jónssyni bónda og Ingibjörgu Stefánsdóttur húsfreyju 1875 var þar með þeim og síðan með þeim í Gerði uns hún fluttist til Seyðisfjarðar 1887.
Hún fór frá Vestdal þar til Vesturheims 1888, nefndi sig Goodman.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.