Ólafur Ingileifsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. mars 2014 kl. 13:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. mars 2014 kl. 13:44 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur

Ólafur Ingileifsson, Heiðarbæ, fæddist 9. júní 1891 á Ketilstöðum í Mýrdal og lést 14. febrúar 1968. Árið 1907 fór Ólafur til Vestmannaeyja.

Ólafur var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Sigurjóna Þórðardóttir. Þau eignuðust soninn Karl. Önnur eiginkona Ólafs var Sigurlín Jónsdóttir frá Ólafshúsum. Þriðja eiginkona hans var systir Sigurlínar, Guðfinna Jónsdóttir. Synir þeirra voru Sigurgeir, Eggert, Einar á Kap og Guðni á Gjafari.

Hann byrjaði formennsku á Svan árið 1912. Upp frá því var Ólafur formaður með ýmsa báta allt til 1935, lengst með Karl eða í 11 ár.

Ólafur var aflakóngur Vestmannaeyja árið 1922.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Ólafur formaður í Lambhaga og á Víðivöllum, bóndi í Heiðarbæ, fæddist 9. júní 1891 á Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 14. febrúar 1968.
Faðir hans var Ingileifur vinnumaður og húsmaður víða í V-Skaft., f. 17. apríl 1852 í Bakkakoti í Meðallandi, d. 9. mars 1944 í Reykjavík, Ólafsson bónda í Bakkakoti, Eystri-Lyngum og Langholti í Meðallandi o.v., f. 3. desember 1819, d. 24. febrúar 1909, Sveinssonar bónda í Staðarholti í Meðallandi 1835, f. 31. ágúst 1795, d. 1877, Ingimundarsonar bónda í Staðarholti 1801, f. 1765, d. 14. október 1837, Sveinssonar og konu Ingimundar Sveinssonar, Kristínar húsfreyju, f. 1763, d. 8. febrúar 1824, Þórarinsdóttur.
Móðir Ólafs Sveinssonar og fyrri kona Sveins í Staðarholti var Ingibjörg húsfreyja, f. 18. júlí 1789, d. 19. maí 1840, Sigurðardóttir bónda á Fljótum í Meðallandi 1801, f. 1758, d. 25. febrúar 1842, Eiríkssonar, og konu Sigurðar, Sunnevu húsfreyju, f. 1767, d. 14. september 1848, Jónsdóttur.
Móðir Ingileifs og kona Ólafs Sveinssonar var Guðrún húsfreyja í Bakkakoti 1850, f. 5. janúar 1825, d. 12. desember 1901, Bjarnadóttir bónda í Efri-Ey, Bakkakoti og Söndum í Meðallandi, f. 13. september 1793, d. 3. september 1857, Runólfssonar og konu Bjarna Runólfssonar, Ingibjargar húsfreyju, f. 1789 í Gröf í Skaftártungu, d. 5. júlí 1862 á Söndum, Nikulásdóttur.

Móðir Ólafs Ingileifssonar og kona (1881, skildu) Ingileifs var Þórunn gift vinnukona í Bakkakoti í Meðallandi 1890, f. 12. ágúst 1857 á Ytri-Lyngum, d. 29. desember 1941 í Görðum í Mýrdal, Magnúsdóttir, vinnumanns og lausamanns víða í V-Skaft., blindur síðustu ár sín, f. 20. mars 1824 í Krókatúni undir Eyjafjöllum, d. 24. janúar 1912 á Ytri-Lyngum í Meðallandi, Jónssonar bónda í Nesi í Selvogi, Árn., f. um 1799, d. fyrir mt. 1835, Magnússonar og konu Jóns Magnússonar, Ástu húsfreyju, ekkju á Selalæk hjá bróður sínum 1835 ekkju í Eyvindarholti 1845, f. 7. apríl 1789, d. 25. október 1880, Árnadóttur á Selalæk á Rangárvöllum, Ormssonar.
Móðir Þórunnar og kona (1853) Magnúsar vinnumanns var Kristín húsfreyja, f. 1. nóvember 1830 í Búlandsseli í Skaftártungu, d. 13. júní 1907 á Snæbýli þar, Árnadóttir bónda, síðast í Holti í Álftaveri, f. 1806 á Rofunum, d. 21. apríl 1833 í Suður-Vík í Mýrdal, Árnasonar og konu Árna Árnasonar (1826), Elínar húsfreyju, f. 1798 í Svínadal í Skaftártungu, d. 2. mars 1887 í Holti í Álftaveri, Runólfsdóttur.

Ólafur Ingileifsson var ómagabarn í Efri-Ey í Meðallandi 1892-1899, fór þá að Galtalæk í Biskupstungum. Hann var tökubarn á Höfðabrekku í Mýrdal 1901-1902, léttadrengur á Felli þar 1902-1903, í Norður-Vík þar 1903-1904, á Höfðabrekku 1904-1906, í Sammadal þar 1906-1908. Þá fór Ólafur til Austfjarða (V-Skaftf.) og mun hafa flust til Eyja sama ár, (sagður flytjast til Eyja 1907 á mt. 1910).
Hann var vinnumaður í Dalbæ hjá Jóni bróður sínum 1910, formaður og útgerðarmaður í Lambhaga 1920.
Ólafur hóf sjóróðra á áraskipinu Olgu 1907, en bátsformaður varð hann frá vertíðinni 1912 og til 1935, aflakóngur á vetrarvertíð 1922.

Ólafur var þríkvæntur:
I. Fyrsta kona hans var Sigurjóna Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1897, d. 22. nóvember 1918.
Börn þeirra voru
1. Sigurjón Karl Ólafsson skipstjóri, síðar tollvörður í Reykjavík, f. 30. janúar 1915, d. 13. júlí 1990, kvæntur Guðlaugu Gunnarsdóttur húsfreyju, f. 21. febrúar 1914, d. 29. apríl 2007.
2. Sigurjóna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1916, d. 24. nóvember 1981, gift Birni Guðmundssyni kaupmanni og útgerðarmanni.

II. Önnur kona Ólafs var Sigurlín Jónsdóttir, f. 17. júlí 1896, d. 21. júní 1923.
Þau Sigurlín voru barnlaus.

III. Þriðja kona Ólafs, (1925), var Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, systir Sigurlínar, f. 6. apríl 1902, d. 24. febrúar 1994.
Börn þeirra voru:
3. Sigurgeir Ólafsson skipstjóri, útgerðarmaður, forseti bæjarstjórnar, f. 21. júní 1925, d. 2. ágúst 2000, kvæntur Erlu Eiríksdóttur húsfreyju, f. 26. september 1928, d. 10. febrúar 2013.
4. Jóna Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Víðivöllum, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010, gift Eggerti Gunnarssyni skipasmið, f. 4. september 1922, d. 4. janúar 1991.
5. Eggert Ólafsson vélstjóri, f. 29. júní 1931, d. 11. september 1994, kvæntur Sigrúnu Þórmundsdóttur húsfreyju, f. 2. janúar 1935, d. 16. júní 1992.
6. Einars Ólafsson skipstjóri, f. 23. desember 1933, kvæntur Viktoríu Ágústu Ágústsdóttur húsfreyju frá Aðalbóli, f. 9. október 1937.
7. Þórarinn Ólafsson, f. 11. febrúar 1937, d. 13. febrúar 1937.
8. Guðni Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 15. ágúst 1943, d. 20. ágúst 1999, kvæntur Gerði Guðríði Sigurðardóttur húsfreyju frá Þrúðvangi, f. 27. desember 1944.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.

Myndir