Finnbogi Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. ágúst 2013 kl. 18:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. ágúst 2013 kl. 18:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Finnbogi Björnsson bóndi, útvegsmaður og formaður í Norðurgarði fæddist 1. janúar 1856 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum og lést 6. apríl 1943 í Eyjum.

Ætt og uppruni

Foreldrar Finnboga voru Björn Einarsson bóndi í Neðri-Dal, f. 1828, og kona hans (18. október 1855) Guðríður Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 1826. (Sjá Björn og Guðríði)

Lífsferill

Þau Björn og Guðríður, foreldrar Finnboga, fluttust frá Forsæti í Landeyjum að Sjólyst í Eyjum 1860 og með þeim Guðbjörg 6 ára og Finnbogi 4 ára, en árið 1861 fluttust þau að Kirkjubæ (4. býli) og bjuggu þar meðan Björn lifði.
Finnbogi leitaði til Austurlands 1884 og var vinnumaður á Eiríksstöðum í Seyðisfirði 1885.

Hann kvæntist Rósu Eyjólfsdóttur 26. september 1885. Þau voru þá vinnufólk á Eiríksstöðum.
Þau Rósa fluttust til Eyja 1888 með börnin Björn Þórarinn, f. 1885 og Ágúst Kristján, f. 1887. Þar bjuggu þau fyrst á Uppsölum, en fluttu fljótlega að Pétursborg og þar fæddist Stefán 1889 og Finnbogi 1891. Árið eftir flutti fjölskyldan að Norðurgarði og bjó þar síðan. Þar fæddist Árni Sigurjón 1893.
Finnbogi hóf snemma útveg, sjómennsku og formennsku á áraskipum. Hann var stýrimaður á hákarlajöktum. Hann sótti nokkra báta til Danmerkur, meðal annarra gamla Skaftfelling. Sem bóndi hafði hann einnig fuglatekju.
Á Byggðasafninu eru gamalt úr og fiskikrókar honum merktir.
Rósa Eyjólfsdóttir lézt 6. janúar 1907 í Norðurgarði.
Börn þeirra Rósu:

  1. Björn Þórarinn, f. 7. desember 1885,
  2. Ágúst Kristján, f. 1. ágúst 1887,
  3. Stefán, f. 7. júlí 1889,
  4. Finnbogi, f. 11. maí (20. í pr.þj.b.) 1891,
  5. Árni Sigurjón, f. 16. desember (5. í pr.þj.bók) 1893.

Finnbogi kvæntist aftur 22. janúar 1910 og nú Margréti Jónsdóttur, f. 29. febrúar 1868 í Vallatúni undir Eyjafjöllum. .
Börn þeirra voru:

  1. Jón Rósinkrans, f. 17. apríl 1908, d. 20. janúar 1932, ókvæntur og barnlaus,
  2. Guðni Maríus, f. 10. október 1909.

Þau eignuðust einnig stúlku 3. október 1912, en hún fæddist andvana.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Finnbogi var allhár vexti, þrekinn, herðabreiður og kröftuglega vaxinn, enda afburða kraftamaður, snar og lipur í öllum hreyfingum. Hann var fríður ásýndum, sviphýr og kátur, snemma alskeggjaður og bauð af sér góðan þokka, og þó myndugleik í framkomu.
Lífsstarf hans var sjómennska, fiskveiðar og siglingar utan og innan lands við rómað þrek og harðneskju skipstjórn og mannkosti á sjó og landi.
Finnbogi var ágætur veiðimaður og lét sinn hlut ekki eftir liggja í þeim störfum, skemmtilegur úteyjafélagi, sem öllum gat komið í gott skap. Hann var að allra dómi kjarnakarl, sem mönnum var hollt að kynnast.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Myndir


Heimildir