Stefán Finnbogason (Framtíð)

From Heimaslóð
(Redirected from Stefán Finnbogason)
Jump to navigation Jump to search

Stefán Finnbogason, Framtíð, fæddist að Uppsölum í Vestmannaeyjum þann 1. júlí 1890 og lést 2. júní 1968. Foreldrar hans voru Finnbogi Björnsson og Rósa Eyjólfsdóttir. Hann var í miðið á fimm sonum þeirra. Bræður hans voru Björn Þórarinn, Ágúst Kristján, Finnbogi og Árni Sigurjón. Eftir lát móður þeirra giftist faðir þeirra aftur og eignaðist tvo syni, annar þeirra Guðni.

Kona Stefáns var Rósa Árnadóttir.

Þegar Stefán var ungur fluttist fjölskyldan að Norðurgarði þar sem Stefán ólst upp. Hann byrjaði ungur sjómennsku. Stefán var vélstjóri hjá Birni bróður sínum á gamla Neptúnusi 1908-1911 og 1913-1915 og á nýja 1916-1919. Formaður með m/b Magnús 1920-1922. Vélamaður var Guðjón Valdason. Stefán verður svo formaður með Neptúnus 11 ár, 1924-1934. Hætti þá sjómennsku og stundaði málarastarf.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.