Sigþrúður Ormsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. apríl 2013 kl. 21:05 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2013 kl. 21:05 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigþrúður Ormsdóttir (Vilborgarstöðum)“ [edit=sysop:move=sysop])
Fara í flakk Fara í leit

Sigþrúður Ormsdóttir vinnukona á Vilborgarstöðum, fæddist 1833 og lést 30. september 1861.
Faðir hennar var Ormur bóndi á Nýlendu í Hvalsnessókn á Reykjanesi 1835, f. 1795, d. 8. desember 1841, Ólafsson bónda á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, f. 1754 á Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi, d. 7. janúar 1832, Ormssonar bónda á Stóra-Moshvoli, f. 1710, d. 9. apríl 1786, Jónssonar, og konu Orms Jónssonar, Geirlaugar húsfreyju, f. 1722, d. 3. janúar 1808, Einarsdóttur.
Móðir Orms á Nýlendu og kona Ólafs á Efra-Hvoli var Þórunn húsfreyja, skírð 31. janúar 1754, d. 1. september 1811, Einarsdóttir bónda á Litla-Reyðarvatni á Rangárvöllum, f. 1719, d. 13. ágúst 1797, Erlendssonar, og konu Einars Erlendssonar, Þuríðar húsfreyju, f. 1720, d. 18. nóvember 1785, Jónsdóttur.

Móðir Sigþrúðar og kona Orms var Sigríður húsfreyja á Nýlendu 1835, f. 25. júní 1791, d. 19. maí 1858, Vilhjálmsdóttir bónda í Bursthúsum við Kirkjuból á Miðnesi 1801 og Hafurbjarnarstöðum á Reykjanesi 1816, f. 1756 á Búrfelli í Grímsnesi, d. 23. september 1829, Ásgautsson vinnumanns í Nesjum á Miðnesi, f. 1732, d. 11. mars 1786, Höskuldssonar, og konu Ásgauts, Sigríðar húsfreyju, f. 1718, d. 13. maí 1792, Ásbjörnsdóttur.
Móðir Sigríðar á Nýlendu og kona Vilhjálms var Steinvör húsfreyja, f. 1748 á Velli í Hvolhreppi, d. 2. júlí 1822, Þórarinsdóttir bónda á Kotvelli í Hvolhreppi, f. 1702, d. 2. nóvember 1771, Guðnasonar, og konu Þórarins, Elínar húsfreyju, f. 1707, d. 8. nóvember 1782, Einarsdóttur.

Sigþrúður var með foreldrum sínum á Nýlendu í Hvalsnessókn 1835, í Hólskoti þar 1840.
Hún var 13 ára vikastúlka á Syðri-Flankastöðum í Hvalsnessókn 1845.
Á árinu 1850 var hún 16 ára vinnukona á Vilborgarstöðum hjá Sigríði Eiríksdóttur og Jóni Sigurðssyni bónda, en 29 ára vinnukona þar hjá Guðbjörgu Daníelsdóttur ekkju 1860.
Þar voru synirnir Bergur Magnússon og Ólafur Magnússon og „barn hennar“ Elísabet Bergsdóttir þriggja ára.
Sigþrúður lést 1861.

Barnsfaðir Sigþrúðar var Bergur Magnússon á Vilborgarstöðum, f. 1837, hrapaði til bana í Dufþekju 23. ágúst 1866.
Barn þeirra var Elísabet Bergsdóttir, f. 1857, d. 6. júlí 1928. Hún varð kona Arnbjörns Ögmundssonar í Presthúsum.
Þau voru foreldrar:
1. Bergmundar Arnbjörnssonar í Nýborg,
2. Þorbjörns Arnbjörnssonar á Reynifelli,
3. Ágústu Arnbjörnsdóttur húsfreyju í Hvíld við Faxastíg, konu Kristins Jónssonar á Tanganum og
4. Guðbjargar Arnbjörnsdóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.