Ingi Árni Júlíusson
Ingi Árni Júlíusson, verkstjóri í Vinnslustöðinni fæddist 20. ágúst 1946 á Ólafsfirði.
Foreldrar hans Júlíus Sigurðsson, skipstjóri, f. 2. júlí 1912, d. 1. október 1974, og kona hans Jakobína Jónsdóttir, húsfreyja, f. 18. ágúst 1919, d. 27. júní 1978.
Börn Jakobínu og Júlíusar:
1. Ingi Árni Júlíusson, f. 20. ágúst 1946 á Ólafsfirði.
2. Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir, f. 24. september 1947 á Bárugötu 2. Hún var fósturbarn Ágústu Guðrúnar Árnadóttur og Óskars Sigurðssonar bænda í Hábæ í Þykkvabæ.
3. Hanna Júlíusdóttir, f. 7. ágúst 1949 á Bárugötu 2. Maður hennar Erlingur Bjarnar Einarsson.
4. Júlíana Júlíusdóttir, f. 11. júlí 1950 á Vesturvegi 3 A.
5. Þuríður Júlíusdóttir, f. 2. janúar 1952.
6. Hafdís Björg Júlíusdóttir (Hafdís Björg Hilmarsdóttir), f. 29. júní 1953. Hún varð kjörbarn Rósu Snorradóttur og Hilmars Rósmundssonar.
7. Hólmfríður Guðlaug Júlíusdóttir, f. 7. febrúar 1955.
8. Sigurjón Júlíusson, f. 26. ágúst 1960.
Þau Ragnheiður giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Bessastíg 8 og við Hrauntún 30.
I. Kona Inga Árna er Ragnheiður Guðlaug Björgólfs Hjelm, húsfreyja, matráður, f. 7. desember 1947.
Börn þeirra:
1. Björgólfur Helgi Ingason, f. 27. október 1968.
2. Heiða Björg Ingadóttir, f. 7. júní 1971.
3. Sigurður Ingi Ingason, f. 7. júní 1971.
4. Júlíus Guðlaugur Ingason, f. 18. október 1976.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Ingi Árni og Ragnheiður.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.