Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir húsfreyja fæddist 24. september 1947 á Bárustíg 2.
Foreldrar hennar voru Júlíus Sigurðsson frá Skjaldbreið, skipstjóri, f. 2. júlí 1912, d. 1. október 1974, og kona hans Jakobína Jónsdóttir frá Brekkukoti í Ólafsfirði, húsfreyja, f. 18. ágúst 1919, d. 27. júní 1978.
Fóstrurforeldrar hennar voru Óskar Sigurðsson bóndi í Hábæ í Þykkvabæ, Rang.,, f. 13. október 1906, d. 25. september 1988 og sambúðarkona hans Ágústa Guðrún Árnadóttir frá Langa-Hvammi, húsfreyja, f. 15. júní 1904, d. 2. maí 1991.

Börn Jakobínu og Júlíusar:
1. Ingi Árni Júlíusson, f. 20. ágúst 1946 á Ólafsfirði.
2. Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir, f. 24. september 1947 á Bárugötu 2. Hún var fósturbarn Ágústu Guðrúnar Árnadóttur og Óskars Sigurðssonar bænda í Hábæ í Þykkvabæ.
3. Hanna Júlíusdóttir, f. 7. ágúst 1949 á Bárugötu 2. Maður hennar Erlingur Bjarnar Einarsson.
4. Júlíana Júlíusdóttir, f. 11. júlí 1950 á Vesturvegi 3 A.
5. Þuríður Júlíusdóttir, f. 2. janúar 1952.
6. Hafdís Björg Hilmisdóttir, f. 29. júní 1953. Hún varð kjörbarn Rósu Snorradóttur og Hilmars Rósmundssonar.
7. Hólmfríður Guðlaug Júlíusdóttir, f. 7. febrúar 1955.
8. Sigurjón Júlíusson, f. 26. ágúst 1960.

Margrét fór í fóstur að Hábæ í Þykkvabæ 5-6 ára gömul og ólst þar upp til 13 ára aldurs, fór þá til Eyja var í skóla.
Hún fór til Reykjavíkur, vann þar verkakvennastörf.
Þau Örn giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Keflavík, en skildu.
Margrét flutti til Eyja 1969, bjó í fyrstu á Skjaldbreið, þá á Hæli við Brekastíg 10, síðan við Vestmannabraut 22d.
Þau Óskar hófu sambúð á Hæli, eiga ekki börn saman. Þau búa við Hólagötu 28.

I. Maður Margrétar, (1964, skildu), var Örn Wilhelm Randrup Georgsson sjómaður, verkamaður, f. 15. janúar 1945, d. 10. júní 2015. Foreldrar hans voru Frances R. Burges, bandarískur hermaður, og Ágústa Vilhelmína Randrup húsfreyja, verkakona, f. 11. október 1927, d. 12. nóvember 2013. Kjörfaðir Arnar er Ingvar Georg Ormsson, f. 11. apríl 1922.
Börn þeirra:
1. Georg Eiður Arnarson, f. 28. nóvember 1964. Barnsmóðir hans Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 11. janúar 1964. Kona hans Matthilda María Eyvindsdóttir Tórshamar.
2. Inga Rósa Arnardóttir verkakona í Reykjavík, f. 17. janúar 1966, d. 22. janúar 2014. Sambúðarmaður hennar Pétur Bóas Jónsson bifreiðastjóri.
3. Júlíus Örn Arnarson, býr á Selfossi, f. 24. apríl 1968. Sambúðarkona hans Unnur Guðmundsdóttir garðyrkjufræðingur.

II. Sambúðarmaður Margrétar er Alfreð Óskar Alfreðsson frá Vesturhúsum, skipa- og húsamíðameistari, f. 21. júlí 1942 á Lögbergi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.