Ágústa Guðrún Árnadóttir (Skjaldbreið)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágústa Guðrún Árnadóttir.

Ágústa Guðrún Árnadóttir (skírð Guðrún Ágústa) frá Skjaldbreið, húsfreyja fæddist 15. júní 1904 í Langa-Hvammi og lést 2. maí 1991.
Foreldrar hennar voru Árni Ingimundarson skipstjóri á Brekku, f. 6. janúar 1877, drukknaði 1. apríl 1908, og barnsmóðir hans Elsa Dóróthea Tómasdóttir, þá vinnukona í Langa-Hvammi, síðar húsfreyja í Höfðahúsi, f. 15. september 1977, d. 8. október 1927.

Barn Elsu með Sigurði Sigurðssyni sjómanni frá Stokkseyri var
1. Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 7. desember 1908, d. 29. júlí 1924.
Börn Elsu og Sæmundar Guðbrandssonar manns hennar:
2. Guðbrandur Sæmundsson, f. 24. nóvember 1917 í Höfðahúsi, d. 18. september 1920.
3. Kristinn Sæmundsson, f. 26. júní 1919 í Höfðahúsi, d. 6. september 1920.
4. Tómas Sæmundsson, f. 26. júní 1919 í Höfðahúsi, d. 24. júní 1923.
5. Júlíus Sæmundsson, f. 24. júlí 1923 í Höfðahúsi, d. 8. nóvember 1923.

Ágústa var með móður sinni í Langa-Hvammi við fæðingu, með vinnukonunni móður sinni í Landlyst 1906 og 1907, á Bergstöðum 1908 og þar fæddist Ingibjörg systir hennar á því ári.
Elsa móðir hennar var húskona á Sólheimum með dætur sínar 1909, var vinnukona í Stakkagerði 1910 með Ingibjörgu hjá sér, en Ágústa var á Skjaldbreið, ,,bróðurdóttir húsbóndans“ (Sigurðar Ingimundarsonar). Þar ólst hún síðan upp, var þar uppeldisstúlka 1920 og síðan vinnukona, var þar enn 1927, en farin 1930.
Uppeldissystkini Ágústu á Skjaldbreið voru:
1. Árný Hanna Sigurðardóttir, f. 16. september 1909 á Skjaldbreið, d. 3. apríl 1921.
2. Júlíus Sigurðsson skipstjóri, f. 2. júlí 1912 á Skjaldbreið, d. 1. október 1974.
3. Friðjón Sigurðsson lögfræðingur, sýslumaður og síðar skrifstofustjóri Alþingis, f. 17. mars 1914 á Skjaldbreið, d. 14. október 1997.
4. Sigríður Rósa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1915 á Skjaldbreið, d. 3. júlí 2000.
5. Kristinn Sigurðsson skipstjóri og síðar slökkviliðsstjóri, f. 2. september 1917 á Skjaldbreið, d. 26. júní 1984.
6. Pálmi Sigurðsson skipstjóri, f. 21. júlí 1920 á Skjaldbreið, d. 25. nóvember 2011.

Ágústa Guðrún bjó í Reykjavík, vann um skeið á Vífilsstöðum, en einnig á elliheimilinu Grund.
Hún fór aftur til Eyja haustið 1940, bjó á Skjaldbreið og eignaðist þar Árnýju Elsu með Guðmundi Franklín 1940.
Hún réðst til Óskars Sigurðssonar bónda á Jaðri og í Hábæ í Þykkvabæ 1942, en hann var þá ekkill. Ágústa fluttist með Árnýju Elsu til hans og tók að sér heimilið og börn hans. Þau bjuggu til 1986, er þau fluttu á Elliheimilið Lund á Hellu.
Óskar lést 1988. Ágústa Guðrún fluttist á Hjúkrunarheimilið Skjól í Reykjavík. Hún lést 1991.

I. Barnsfaðir Ágústu Guðrúnar var Guðmundur Franklín Gíslason skipstjóri í Reykjavík, f. 5. mars 1899, d. 23. mars 1956.
Barn þeirra:
1. Árný Elsa Tómasdóttir Guðmundsdóttir húsfreyja í Hábæ í Þykkvabæ og í Reykjavík, f. 14. okt. 1940 á Skjaldbreið.

II. Sambúðarmaður Ágústu var Óskar Sigurðsson bóndi í Hábæ í Þykkvabæ, f. þar 13. október 1906, d. 25. september 1988 á Selfossi. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi í Hábæ, f. 22. mars 1870 í Hábæ, d. 2. desember 1957 í Hábæ, og kona hans Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1867 í Hávarðarkotiu í Þykkvabæ, d. 1. júní 1862.
Fósturdóttir Ágústu og Óskars:
2. Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir húsfreyja, f. 24. september 1947. Hún er dóttir Júlíusar Sigurðssonar skipstjóra frá Skjaldbreið, uppeldisbróður Ágústu, og konu hans Jakobínu Jónsdóttur húsfreyju. Fyrrum maður hennar Örn Wilhelm Randrup. Sambúðarmaður hennar Alfreð Óskar Alfreðsson.
Stjúpbörn Ágústu, börn Óskars og konu hans Steinunnar Sigurðardóttur:
3. Halldóra Óskarsdóttir húsfreyja í Ólafsvík, f. 17. júlí 1931, d. 24. febrúar 2008. Maður hennar var Tómas Þórhallur Guðmundsson rafverktaki, sonur Guðmundar Tómassonar skipstjóra á Bergstöðum og konu hans Elínar Jóhönnu Sigurðardóttur húsfreyju.
4. Jóna Birta Óskarsdóttir húsfreyja í Ólafsvík, f. 16. október 1934, d. 1. júní 2008. Maður hennar var Gísli Jónsson bifreiðastjóri.
5. Sigurlín Sesselja Óskarsdóttir starfsstúlka í Reykjavík, f. 6. september 1936, ógift.
6. Ragnhildur Óskarsdóttir verslunarmaður í Kópavogi, f. 13. nóvember 1937. Maður hennar var Svavar Guðbrandsson rafvirki.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 27. júní 2004. Aldarafmæli Ágústu G. Árnadóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.