Þórólfur Jónsson (Skaftafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júní 2024 kl. 17:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2024 kl. 17:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórólfur Jónsson (Skaftafelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórólfur Jónsson á Skaftafelli, fyrrverandi bóndi í Gerðiskoti í Flóa fæddist 24. ágúst 1844 og lést 7. apríl 1916.
Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, frá Skörðum í Dalas., bóndi á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal, Borg., f. 5. ágúst 1800, d. 26. febrúar 1859, og kona hans Kristín Einarsdóttir, húsfreyja, f. 15. maí 1810 í Kalmanstungu, d. 10. má 1876.

Þau Halldóra giftu sig 1878, eignuðust eitt barn.
Þau Ingveldur hófu sambúð, eignuðust fjögur börn.
Hann eignaðist barn með Guðlaugu 1871.

I. Kona Þórólfs, (1878), var Halldóra Halldórsdóttir frá Litlu-Gróf í Borgarhreppi, Mýr., 11. desember 1854, d. 27. júní 1882. Foreldrar hennar Halldór Bjarnason, bóndi á Litlugröf, síðar bóndi á Hörðubóli og víðar, f. 22. júlí 1824, d. 25. október 1902, og kona hans Halldóra Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 28. ágúst 1820, d. 13. desember 1908.
Barn þeirra:
1. Halldór Þórólfsson, söngstjóri í Winnipeg. Kona hans Friðrikka Friðriksdóttir.

II. Sambúðarkona Þórólfs var Ingveldur Nikulásdóttir, f. 27. desember 1867 í Gerðiskoti í Flóa, d. 1. september 1942.
Börn þeirra:
2. Bríet Þórólfsdóttir húsfreyja á Iðu í Biskupstungum, Árn., f. 5. október 1891, d. 28. febrúar 1970. Maður hennar Jóhann Kristinn Guðmundsson.
3. Halldóra Kristín Þórólfsdóttir húsfreyja á Skaftafelli, f. 10. júlí 1893 að Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi, d. 10. janúar 1985. Maður hennar Guðjón Hafliðason.
4. Ingvar Þórólfsson útgerðarmaður í Birtingarholti, f. 27. mars 1896 á Króki í Flóa, d. 13. apríl 1975. Kona hans Þórunn Friðriksdóttir.
5. Nikólína Vilborg Þórólfsdóttir húsfreyja í Rvk, f. 6. október 1899, d. 24. október 1989. Maður hennar Þórarinn Jónsson Wíum.

III. Barnsmóðir Þórólfs var Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 31. október 1841 í Keflavík, d. 21. janúar 1913.
Barn þeirra:
6. Guðlaug Þórólfsdóttir, húsfreyja í Rvk, f. 3. ágúst 1871 í Engey, d. 25. maí 1948. Maður hennar Pétur Jónatansson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.