Þórólfur Jónsson (Skaftafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórólfur Jónsson á Skaftafelli, fyrrverandi bóndi í Gerðiskoti í Flóa fæddist 24. ágúst 1844 og lést 7. apríl 1916.
Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, frá Skörðum í Dalas., bóndi á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal, Borg., f. 5. ágúst 1800, d. 26. febrúar 1859, og kona hans Kristín Einarsdóttir, húsfreyja, f. 15. maí 1810 í Kalmanstungu, d. 10. má 1876.

Þórólfur Jónsson.

Þau Halldóra giftu sig 1878, eignuðust eitt barn.
Þau Ingveldur hófu sambúð, eignuðust fjögur börn.
Hann eignaðist barn með Guðlaugu 1871.

I. Kona Þórólfs, (1878), var Halldóra Halldórsdóttir frá Litlu-Gróf í Borgarhreppi, Mýr., 11. desember 1854, d. 27. júní 1882. Foreldrar hennar Halldór Bjarnason, bóndi á Litlugröf, síðar bóndi á Hörðubóli og víðar, f. 22. júlí 1824, d. 25. október 1902, og kona hans Halldóra Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 28. ágúst 1820, d. 13. desember 1908.
Barn þeirra:
1. Halldór Þórólfsson, söngstjóri í Winnipeg. Kona hans Friðrikka Friðriksdóttir.

II. Sambúðarkona Þórólfs var Ingveldur Nikulásdóttir, f. 27. desember 1867 í Gerðiskoti í Flóa, d. 1. september 1942.
Börn þeirra:
2. Bríet Þórólfsdóttir húsfreyja á Iðu í Biskupstungum, Árn., f. 5. október 1891, d. 28. febrúar 1970. Maður hennar Jóhann Kristinn Guðmundsson.
3. Halldóra Kristín Þórólfsdóttir húsfreyja á Skaftafelli, f. 10. júlí 1893 að Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi, d. 10. janúar 1985. Maður hennar Guðjón Hafliðason.
4. Ingvar Þórólfsson útgerðarmaður í Birtingarholti, f. 27. mars 1896 á Króki í Flóa, d. 13. apríl 1975. Kona hans Þórunn Friðriksdóttir.
5. Nikólína Vilborg Þórólfsdóttir húsfreyja í Rvk, f. 6. október 1899, d. 24. október 1989. Maður hennar Þórarinn Jónsson Wíum.

III. Barnsmóðir Þórólfs var Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 31. október 1841 í Keflavík, d. 21. janúar 1913.
Barn þeirra:
6. Guðlaug Þórólfsdóttir, húsfreyja í Rvk, f. 3. ágúst 1871 í Engey, d. 25. maí 1948. Maður hennar Pétur Jónatansson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.