Óskar Valtýsson (Kirkjufelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 18:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 18:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Óskar Valtýsson (Kirkjufelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Valtýsson frá Kirkjufelli, járnsmíðameistari í Eyjum fæddist þar 7. mars 1951.
Foreldrar hans voru Valtýr Brandsson frá Önundarhorni u. Eyjafjöllum, verkstjóri, f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976, og kona hans Ásta Sigrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1905 í Varmadal á Rangárvöllum, d. 10. maí 1999.

Börn Ástu og Valtýs:
1. Jóhanna Valtýsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 17. júní 1930 í Sjólyst. Maður hennar Þórarinn Brynjar Þórðarson.
2. Stúlka, f. 12. júlí 1931 á Hvoli, d. 7. september 1931.
3. Ása Valtýsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1933 á Hvoli, d. 24. apríl 1981. Maður hennar Georg Sigurðsson.
4. Vilborg Valtýsdóttir, f. 17. mars 1936 á Hvoli, d. 3. júlí 1938.
5. Sveinn Ármann Valtýsson matsveinn, býr í Hafnarfirði, f. 4. apríl 1937 á Hvoli. Kona Kristín Jóna Jónasdóttir.
6. Guðbrandur Valtýsson sjómaður, býr í Njarðvík, f. 5. ágúst 1939 á Hvoli. Kona hans Hrefna Jónsdóttir.
7. Ástvaldur Valtýsson sjómaður, vélstjóri, fiskverkandi, f. 5. febrúar 1941 á Hvoli, d. 27. maí 2003. Kona hans Halldóra Sigurðardóttir.
8. Auðberg Óli Valtýsson bæjarstarfsmaður, f. 15. desember 1944 á Kirkjufelli, d. 5. júní 1994. Kona hans Margrét Óskarsdóttir, látin.
9. Kristín Valtýsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1946 á Kirkjufelli. Maður hennar Gunnar Árnason, látinn.
10. Jón Valtýsson sjómaður í Eyjum, f. 17. apríl 1948 á Kirkjufelli. Kona hans Þórhildur Guðmundsdóttir.
11. Sigríður Valtýsdóttir, f. 18. maí 1949 á Kirkjufelli, d. 19. október 1953.
12. Óskar Valtýsson járnsmíðameistari í Eyjum, f. 7. mars 1951 á Kirkjufelli. Kona hans Hanna M. Þórðardóttir.
Barn Ástu Sigrúnar og fósturbarn Valtýs:
13. Helga Valtýsdóttir húsfreyja, starfsmaður Pósts og síma, býr í Garðabæ, fósturdóttir Valtýs, f. 21. júlí 1928 í Krókatúni í Hvolhreppi. Maður hennar er Björn Björnsson.
Barn Helgu Valtýsdóttur og fósturbarn Ástu og Valtýs:
14. Ásta María Jónasdóttir húsfreyja, f. 22. október 1947 á Kirkjufelli. Maður hennar Hallgrímur Júlíusson.

Óskar lærði járnsmíði, öðlaðist meistararéttindi.
Hann vann hjá Fiskimjölsverksmiðjunni (FIVE (Gúanó)).
Þau Hanna giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu fyrst í Keflavík, síðar við Bröttugötu 37.

I. Kona Valtýs, (28. desember 1974), er Hanna Margrét Þórðardóttir, f. 24. maí 1955.
Börn þeirra:
1. Þórður Jacobs Óskarsson, lektor í stofnfrumulíffræði í Tampa í Flórída, f. 6. júlí 1975. Kona hans Isabell, frá S.-Afríku.
2. Ásgeir Óskarsson, vélfræðingur í Noregi, f. 8. október 1981. Kona hans Gunnhildur Magnúsdóttir úr Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.