Sigurjón Jónsson (Engey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. maí 2024 kl. 11:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. maí 2024 kl. 11:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón Jónsson frá Engey.

Sigurjón Jónsson frá Engey, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 21. október 1923 í Viðey og lést 8. október 1991 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Sperðli í Landeyjum, síðan verkamaður, smiður í Engey, f. 14. júní 1887, d. 25. september 1951, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1885, d. 22. september 1972.

Börn Jóns og Sigríðar í Engey:
1. Helga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 18. september 1917 á Sperðli í Landeyjum, d. 5. mars 1990.
2. Sigurður Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. desember 2003.
3. Stefán Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum, d. 28. ágúst 1969.
4. Gísli Svavar Jónsson sjómaður, f. 21. september 1922 á Ofanleiti, fórst með v.b. Ófeigi VE-217 1. mars 1942.
5. Sigurjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923 í Eyjum, d. 8. október 1991.
6. Ingunn Svala Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.
7. Guðrún Ísleif Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.


ctr


Jón Jónsson, k. h. Sigríður Sigurðardóttir og börn þeirra eru
frá v. í aftari röð: Sigurður Jónsson, Stefán Jónsson, Helga Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson og [[Gísli Jónsson (Engey)|Gísli Jónsson
sem fórst með m/b Ófeigi 1942.
Fremri röð frá v. Guðrún Ísleif Jónsdóttir, Jón og Sigríður og Ingunn Svala Jónsdóttir.

Sigurjón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði snemma sjómennsku, á útvegi Helga Benediktssonar, réri með Guðjóni Valdasyni, Binna í Gröf.
Sigurjón fór í útgerð með Ögmundi Sigurðssyni frá Landakoti, en lengst var hann í félagi með Sigurði bróður sínum á Björgvini VE 72.
Síðari ár sín réri hann á trillunni Bjarnveigu VE 72.
Þau Bjarnveig giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Skjaldbreið, á Hásteinsvegi 20, en síðast á Hólagötu 4.
Bjarnveig lést 1964 og Sigurjón 1991.

I. Kona Sigurjóns, (31. desember 1949), var Bjarnveig Ólafsdóttir frá Siglufirði, f. 30. janúar 1923, d. 23. mars 1964.
Börn þeirra:
1. Sigríður Harpa Sigurjónsdóttir verkakona, húsfreyja á Selfossi, f. 2. janúar 1951 á Skjaldbreið. Fyrrum maður hennar Lýður Ægisson. Maður hennar Héðinn Konráðsson.
2. Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari, blaðamaður í Mosfellsbæ, verslunarmaður á Selfossi, f. 14. júní 1952 á Skjaldbreið. Fyrrum kona Margrét Klara Jóhannsdóttir. Kona hans Sigríður Oddný Stefánsdóttir.
3. Hrönn Sigurjónsdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla í Hafnarfirði, f. 28. janúar 1954. Fyrrum maður hennar Guðbrandur Jónatansson. Fyrrum sambýlismaður Gestur Páll Gunnbjörnsson. Maður hennar Sigurður Már Sigurðsson.
4. Sigurjón Sigurjónsson verkstjóri, f. 29. desember 1958. Fyrrum kona hans Erna Ólöf Óladóttir.
5. Bylgja Sigurjónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 25. september 1962. Fyrrum sambýlismaður Dagur Bjarnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.