Bjarnveig Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarnveig Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja fæddist þar 30. janúar 1924 og lést 23. mars 1964.
Foreldrar hennar voru Ólafur Stefán Einarsson frá Hvanndölum, síðar vélamaður, lögreglumaður á Siglufirði, f. 20. desember 1902, d. 30. nóvember 1980, og barnsmóðir hans Sigríður Bjarnadóttir, f. 6. maí 1905, d. 11. febrúar 1978.
Fósturforeldrar hennar voru móðurforeldrar hennar Bjarni Guðmundsson, f. 9. febrúar 1877, f. 23. júní 1931, og Sigurveig Margrét Gottskálksdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1881, d. 1938.

Bjarnveig ólst upp hjá móðurforeldrum sínum.
Þau Sigurjón giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Skjaldbreið, á Hásteinsvegi 20, en síðast á Hólagötu 4.
Bjarnveig lést 1964 og Sigurjón 1991.

I. Maður Bjarnveigar, (31. desember 1949), var Sigurjón Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 21. október 1923, d. 8. október 1991.
Börn þeirra:
1. Sigríður Harpa Sigurjónsdóttir verkakona, húsfreyja á Selfossi, f. 2. janúar 1951 á Skjaldbreið. Fyrrum maður hennar Lýður Ægisson. Maður hennar Héðinn Konráðsson.
2. Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari, blaðamaður í Mosfellsbæ, verslunarmaður á Selfossi, f. 14. júní 1952 á Skjaldbreið. Fyrrum kona Margrét Klara Jóhannsdóttir. Kona hans Sigríður Oddný Stefánsdóttir.
3. Hrönn Sigurjónsdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla í Hafnarfirði, f. 28. janúar 1954. Fyrrum maður hennar Guðbrandur Jónatansson. Fyrrum sambýlismaður Gestur Páll Gunnbjörnsson. Maður hennar Sigurður Már Sigurðsson.
4. Sigurjón Sigurjónsson verkstjóri, f. 29. desember 1958. Fyrrum kona hans Erna Ólöf Óladóttir.
5. Bylgja Sigurjónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 25. september 1962. Fyrrum sambýlismaður Dagur Bjarnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.