Arnar Einarsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Arnar Einarsson.

Arnar Einarsson sjómaður, vélstjóri fæddist 2. ágúst 1945 á Ísafirði og lést 5. október 2006 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson sjómaður, vélstjóri, f. 24. mars 1918 á Þinghóli í Hvolhreppi, Rang., d. 8. febrúar 1980, og kona hans Rannveig Konráðsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 29. janúar 1923 á Ísafirði, d. 3. janúar 1994.

Börn Rannveigar og Einars:
1. Arnar Einarsson sjómaður, vélstjóri, f. 2. ágúst 1945 á Ísafirði, d. 5. október 2006. Fyrrum kona hans Þorbjörg Guðný Einarsdóttir. Fyrrum kona hans Jakobína Sigurbjörnsdóttir. Kona hans Wanthana Srihiran.
2. Þorbjörg Einarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík. f. 7. janúar 1947 á Ísafirði. Maður hennar Jón Ólafsson endurskoðandi.
3. Konráð Einarsson verkamaður í Eyjum, f. 4. desember 1948 í Reykjavík. Kona hans Unnur Katrín Þórarinsdóttir bankastarfsmaður.
4. Sigurjón Einarsson skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 4. desember 1948 í Reykjavík. Kona hans Anna Gunnhildur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri.
5. Jóhann Einarsson rafeindavirki í Danmörku, f. 6. desember 1961 í Eyjum. Kona hans Ása Þorkelsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Birna Guðmundsdóttir.

Arnar var með foreldrum sínum í æsku, bjó hjá þeim á Ingólfshvoli við Landagötu 3A 1972.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1961, tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1966 og lauk 2. stigi í Vélskólanum í Eyjum 1971 og 3. stigi í Vélskóla Íslands í Reykjavík 1972.
Hann stundaði sjó nær alla starfsævi sína, bæði sem háseti og vélstjóri, og meðal skipa voru Gullborg RE 38, síðar VE 38, Hvítanesið, Haförninn, Ísleifur VE 63, Dala-Rafn VE 508, Klakkur VE 103, Bjarnarey VE 501, Bergey VE 544, Danski Pétur VE 423 og Stígandi VE 77, en þar slasaðist hann um borð í september 2002 og lét þá af sjómennsku.
Þau Wanthana fluttu til Tailands 2003, reistu þar hús og veitingastað í Pan Phaeo.
Þau Þorbjörg Guðný giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Jakobína giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 58, en skildu.
Þau Wanthana giftu sig, eignuðust ekki barn.
Arnar bjó síðast á Áshamri 40a og lést 2006.

I. Kona Arnars, skildu, er Þorbjörg Guðný Einarsdóttir fiskverkakona, f. 12. apríl 1950. Foreldrar hennar voru Einar Sveinn Jóhannesson skipstjóri, f. 13. apríl 1914, d. 26. september 1994, og kona hans Sigríður Ágústsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1912, d. 14. október 1996.
Barn þeirra:
1. Einar Örn Arnarsson sjúkraflutningamaður á Selfossi, nú verkstæðismaður á Jótlandi, f. 26. janúar 1975.

II. Kona Arnars, skildu, er Ólöf Jakobína Sigurbjörnsdóttir fiskvinnslukona, f. 20. nóvember 1942. Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Hannesson, f. 4. ágúst 1899, d. 7. maí 1966, og Ingunn Kristinsdóttir, f. 5. janúar 1913, d. 25. maí 2002.
Barn þeirra:
2. Sturla Arnarsson járnsmiður í Reykjavík, f. 12. mars 1984.

III. Kona Arnars er Wanthana Srihiran frá Tailandi, f. 5. janúar 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.