Rannveig Konráðsdóttir (Ingólfshvoli)

From Heimaslóð
(Redirected from Rannveig Konráðsdóttir)
Jump to navigation Jump to search

Rannveig Konráðsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja fæddist þar 29. janúar 1923 og lést 3. janúar 1994.
Foreldrar hennar voru Konráð Jensson sjómaður, veitingamaður, f. 12. nóvember 1889, d. 11. apríl 1964, og kona hans Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1891, d. 24. nóvember 1958.

Rannveig var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi á Ísafirði.
Rannveig vann í verslun og síðan á Vitanum, veitingahúsi foreldra sinna.
Þau Einar giftu sig 1943, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Brekku við Faxastíg 4, á Ingólfshvoli við Landagötu 3A við Gos 1973.
Við Gosið 1973 fluttu þau Rannveig til Reykjavíkur, bjuggu við Hverfisgötu.
Einar lést 1980. Rannveig bjó með yngsta syni sínum uns hann kvæntist, en síðan bjó hún ein, síðast í Hamraborg í Kópavogi. Hún lést 1994.

I. Maður Rannveigar, (9. desember 1943 á Ísafirði), var Einar Sigurðsson frá Þinghóli í Hvolhreppi, Rang. sjómaður, vélstjóri, f. þar 24. mars 1918, d. 8. febrúar 1980.
Börn þeirra:
1. Arnar Einarsson sjómaður, vélstjóri, f. 2. ágúst 1945 á Ísafirði, d. 5. október 2006. Fyrrum kona hans Þorbjörg Guðný Einarsdóttir. Fyrrum kona hans Jakobína Sigurbjörnsdóttir. Kona hans Wanthana Srihiran.
2. Þorbjörg Einarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík. f. 7. janúar 1947 á Ísafirði. Maður hennar Jón Ólafsson endurskoðandi.
3. Konráð Einarsson verkamaður í Eyjum, f. 4. desember 1948 í Reykjavík. Kona hans Unnur Katrín Þórarinsdóttir bankastarfsmaður.
4. Sigurjón Einarsson skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 4. desember 1948 í Reykjavík. Kona hans Anna Gunnhildur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri.
5. Jóhann Einarsson rafeindavirki í Danmörku, f. 6. desember 1961 í Eyjum. Kona hans Ása Þorkelsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Birna Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.