Þorbjörg Guðný Einarsdóttir
Þorbjörg Guðný Einarsdóttir frá Steinum, húsfreyja, fiskverkakona fæddist þar 12. apríl 1950.
Foreldrar hennar voru Einar Sveinn Jóhannesson vélstjóri, skipstjóri, f. 13. apríl 1904, d. 26. september 1994, og kona hans Sigríður Ágústsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1912 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 14. október 1996.
Börn Sigríðar og Einars Sveins:
1. Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, forstöðukona heimilisþjónustu Kópavogs, f. 10. febrúar 1937 í Sætúni. Maður hennar Ólafur Valdimar Oddsson verktaki, látinn.
2. Dóróthea Einarsdóttir húsfreyja í Mosfellssveit, matráðskona, f. 10. febrúar 1940 í Sætúni, d. 2. desember 2021. Maður hennar Magnús Sigurðsson, látinn.
3. Elín Brimdís Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, sjúkraliði, f. 1. apríl 1942 á Hásteinsvegi 7.
4. Þorbjörg Guðný Einarsdóttir húsfreyja í Eyjum, fiskverkakona, f. 12. apríl 1950 í Steinum.
5. Sveinn Einarsson vélstjóri í Eyjum, f. 14. maí 1958 á Sjúkrahúsinu. Fyrrum kona hans Þorleif Lúthersdóttir.
Þorbjörg Guðný var með foreldrum sínum í æsku, í Steinum 1949, í Holti um skeið og á Faxastíg 45.
Hún vann við fiskiðnað.
Þau Einar giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Sigurvin hófu sambúð, en hann fórst 1990.
I. Maður Þorbjargar Guðnýjar, (8. desember 1974, skildu), var Arnar Einarsson sjómaður, vélstjóri, f. 2. ágúst 1945, d. 5. október 2006.
Barn þeirra:
1. Einar Örn Arnarsson sjúkraflutningamaður á Selfossi, nú verkstæðismaður á Jótlandi, f. 26. janúar 1975. Kona hans Ragna Björg Hafliðadóttir.
II. Sambúðarmaður Þorbjargar Guðnýjar var Sigurvin Brynjarsson sjómaður, f. 24. júlí 1951, fórst með Sjöstjörnunni 20. mars 1990. Foreldrar hans Brynjólfur Magnússon, f. 9. október 1922, d. 27. nóvember 2007, og Jóhanna Lyngheiður Jóelsdóttir, f. 20. september 1928, d. 3. janúar 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Þorbjörg Guðný.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.