Unnur Katrín Þórarinsdóttir
Unnur Katrín Þórarinsdóttir, húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 26. desember 1952.
Foreldrar hennar Þórarinn Torfason frá Áshól, sjómaður, stýrimaður, f. 30. september 1926, d. 10. október 1996, og kona hans Þórunn Sigurlaug Ólafsdóttir, húsfreyja, starfsmaður Sjúkrahússins, f. 6. júní 1929.
Unnur var með foreldrum sínum í æsku, við Illugagötu 29, varð 4. bekkjar gagnfæðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1969, nam við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 1969-1970.
Hún vann hjá Sparisjóði vélstjóra í Rvk 1973-1977, í Sparisjóðnum í Eyjum 1978 til 2014. Unnur var matráður í Hamarsskóla í Eyjum í 5 ár.
Þau Konráð giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í Eyjum til Goss 1973, fluttu aftur til Eyja 1977, bjuggu í húsi, sem þau byggðu við Dverghamar 38, fluttu til Rvk 2022.
I. Maður Unnar Katrínar, (16. febrúar 1974), er Konráð Einarsson, verkamaður, f. 4. desember 1948.
Börn þeirra:
1. Rannveig Konráðsdóttir, þroskaþjálfi, f. 21. nóvember 1975 í Rvk.
2. Silja Konráðsdóttir, kennari, f. 4. janúar 1982 í Eyjum.
3. Andvana barn, f. 17. júlí 1974 í Rvk.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Þórarins Torfasonar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.