Konráð Einarsson (verkamaður)

From Heimaslóð
(Redirected from Konráð Einarsson)
Jump to navigation Jump to search

Konráð Einarsson, afgreiðslumaður, verkamaður fæddist 4. desember 1948 í Rvk.
Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson frá Þinghól í Hvolhreppi, Rang., f. 24. mars 1918, d. 8. febrúar 1980, og kona hans Rannveig Konráðsdóttir, frá Ísafirði, húsfreyja, f. 29. janúar 1923, d. 3. janúar 1994.

Börn Rannveigar og Einars:
1. Arnar Einarsson sjómaður, vélstjóri, f. 2. ágúst 1945 á Ísafirði, d. 5. október 2006. Fyrrum kona hans Þorbjörg Guðný Einarsdóttir. Fyrrum kona hans Jakobína Sigurbjörnsdóttir. Kona hans Wanthana Srihiran.
2. Þorbjörg Einarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík. f. 7. janúar 1947 á Ísafirði. Maður hennar Jón Ólafsson endurskoðandi.
3. Konráð Einarsson verkamaður í Eyjum, f. 4. desember 1948 í Reykjavík. Kona hans Unnur Katrín Þórarinsdóttir bankastarfsmaður.
4. Sigurjón Einarsson skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 4. desember 1948 í Reykjavík. Kona hans Anna Gunnhildur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri.
5. Jóhann Einarsson rafeindavirki í Danmörku, f. 6. desember 1961 í Eyjum. Kona hans Ása Þorkelsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Birna Guðmundsdóttir.

Konráð var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja á fimmta ári sínu. Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum.
Konráð var sjómaður um stutt skeið, vann í Seðlabankanum, var þar sendill og afgreiðslumaður. Einnig vann hann hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Eftir flutning að nýju til Eyja 1977 vann hann í Fiskimjölsverksmiðjunni (FIVE/Gúanó).
Þau Unnur giftu sig 1974, eignuðust 3 börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
Þau bjuggu í húsi, sem þau byggðu við Dverghamar 38, fluttu til Rvk 2022.

I. Kona Konráðs, (16. febrúar 1974), er Unnur Katrín Þórarinsdóttir, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 26. desember 1952.
Börn þeirra:
1. Rannveig Konráðsdóttir, þroskaþjálfi, f. 21. nóvember 1975 í Rvk.
2. Silja Konráðsdóttir, kennari, f. 4. janúar 1982 í Eyjum.
3. Andvana barn, f. 17. júlí 1974 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.