Guðlaugur Sigurgeirsson (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. febrúar 2024 kl. 11:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2024 kl. 11:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Guðlaugur Sigurgeirsson á Guðlaugur Sigurgeirsson (verkfræðingur))
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaugur Sigurgeirsson.

Guðlaugur Sigurgeirsson rafmagnsverkfræðingur fæddist 16. júlí 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans Sigurgeir Jónasson frá Skuld við Vestmannabraut 40, ljósmyndari, verkstjóri, hafnarvörður, f. 19. september 1934, og kona hans Jakobína Guðlaugsdóttir frá Geysi við Skólaveg 21, húsfreyja, skrifstofumaður, golfmeistari, f. 30. mars 1936, d. 4. febrúar 2004.

Börn Jakobínu og Sigurgeirs eru:
1. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, f. 7. júlí 1954.
2. Guðlaugur Sigurgeirsson, f. 16. júlí 1956.
3. Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, f. 16. júlí 1965.

Guðlaugur var með foreldrum sínum, við Kirkjubæjarbraut 3 og í Skuld við Smáragötu 11.
Hann varð srúdent í MR 1976, lauk B.Sc.-prófi í rafmagnsverkfræði í H.Í. 1980, lauk M.Sc.-prófi í rafmagnsverkfræði í Oregon State University í Oregon í Bandaríkjunum 1982 með aðalsviði: Sjálfvirk stýrikerfi.
Guðlaugur vann almenn rafvirkjastörf hjá Geisla í Eyjum sumarið 1978 og hjá sæsímastöð Pósts og síma í Eyjum sumarið 1979, hjá Flugleiðum frá 1982-83, við smíði og viðgerðir á rafeindatækjum hjá Óðni s.f. í Eyjum 1983-84, hjá tölvudeild Samfrosts í Eyjum 1984. Hann vann að sameiginlegu þróunarverkefni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Samfrosts 1984-86, var deildarstjóri tölvudeildar 1986-89, var deildarstjóri hugbúnaðarsviðs hjá Ratsjárstofnun 1989, tengiliður og ráðgjafi á vegum stofnunarinnar hjá verkfræðideild bandaríska flughersins í Massachusetts í Bandaríkjunum, við hönnun og smíði á nýju loftvarnakerfi fyrir Ísland 1989-92, tengiliður og ráðgjafi á vegum Ratsjárstofnunar hjá Huges Aircraft Company í Californíu í Bandaríkjunum frá 1992 til 1995. Hann vann hjá Ratsjárstofnun 1995-2000, ráðinn til að koma á fót fyrirtæki til að koma á rafrænum skilríkjum. Guðlaugur réðst til Landsvirkjunar til að sjá um rekstur orkustjórnkerfis fyrirtækisins. Árið 2005 réðst hann til Landnets og hefur verið þar yfir ýmsum deildum síðan.
Guðlaugur var fulltrúi og eftirlitsmaður Vestmannaeyjabæjar vegna kvikmyndatöku bandarískra aðila í Eyjum 1985. Hann sat í boðveitunefnd vegna fyrirhugaðrar boðveitu í Eyjum 1986, varamaður í stjórn Veitustofnana Vestmannaeyja bæjar 1986-1889.
Guðlaugur er stjórnarformaður ,,Sigurgeir ljósmyndari ehf.“ í Eyjum. Hann er stjórnarmaður í Orkufjarskiptum frá 2022.
Þau Sædís María giftu sig 1976, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Garðabæ.

I. Kona Guðlaugs, (26. desember 1976), er Sædís María Hilmarsdóttir frá Eyjum, húsfreyja, f. 5. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Sigurgeir Guðlaugsson, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri hjá Genís, f. 29. ágúst 1976 í Rvk. Kona hans Þórunn Bolladóttir.
2. Einir Guðlaugsson, rafmagns- og tölvuverkfræðingur hjá Marel, f. 1. febrúar 1984 í Rvk. Sambúðarkona hans Hildigunnur Sigurðardóttir Bogasonar.
3. Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, f. 1. febrúar 1984 í Rvk. Kona hans Heiður Hallfreðsdóttir.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðlaugur.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.