Jakobína Guðlaugsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jakobína á golfvellinum í Eyjum.

Jakobína Guðlaugsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður og golfmeistari fæddist 30. mars 1936. Hún lést 4. febrúar 2004.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Gíslason og Sigurlaug Jónsdóttir.

Jakobína var gift Sigurgeiri Jónassyni ljósmyndara, f. 19. september 1934. Þau bjuggu í Skuld við Smáragötu.

Börn Jakobínu og Sigurgeirs eru:
1. Sigrún Inga, f. 7. júlí 1954.
2. Guðlaugur, f. 16. júlí 1956.
3. Guðrún Kristín, f. 16. júlí 1965.

Jagga, eins og hún var gjarnan kölluð, var ein af fyrstu konunum sem stunduðu golfíþróttina og varð hún margfaldur Íslandsmeistari í þeirri grein.
Hún vann lengi á skrifsstofu Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar.