Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir
Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir næringarfræðingur, verkefnastjóri á Bsp, fæddist 16. júlí 1965.
Foreldrar hennar Sigurgeir Jónasson frá Skuld við Vestmannabraut 40, ljósmyndari, verkstjóri, hafnarvörður, f. 19. september 1934, og kona hans Jakobína Guðlaugsdóttir frá Geysi við Skólaveg 21, húsfreyja, skrifstofumaður, golfmeistari, f. 30. mars 1936, d. 4. febrúar 2004.
Börn Jakobínu og Sigurgeirs eru:
1. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, f. 7. júlí 1954.
2. Guðlaugur Sigurgeirsson, f. 16. júlí 1956.
3. Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, f. 16. júlí 1965.
Þau Börkur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Maður Guðrúnar Kristínar er Börkur Grímsson frá Tindum í Reykhólasveit, Barð., viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 19. júlí 1964. Foreldrar hans Grímur Arnórsson, f. 26. apríl 1919, d. 23. janúar 2001, og Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir, f. 27. ágúst 1933, d. 4. október 2019.
Börn þeirra:
1. Eva Brá Barkardóttir, f. 13. október 1987.
2. Sædís Birta Barkardóttir, f. 16. maí 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðrún.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.