Sædís María Hilmarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sædís María Hilmarsdóttir húsfreyja fæddist 5. febrúar 1960 í Rvk.
Foreldrar hennar Hilmar Rósmundsson frá Siglufirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 16. október 1925, d. 10. október 2018, og kona hans Rósa Snorradóttir húsfreyja, f. 3. september 1927, d. 24. júlí 2015.

Börn Rósu og Hilmars:
1. Hafdís Björg Hilmarsdóttir, kjörbarn, húsfreyja, f. 29. júní 1953. Fyrri maður hennar var Helgi Vilberg Sæmundsson. Sambýlismaður er Gottskálk Ágúst Guðjónsson.
2. Sædís María Hilmarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1960. Maður hennar er Guðlaugur Sigurgeirsson.

Sædís María var með foreldrum sínum, á Brimhólabraut 30 1972, síðar við Illugagötu 58.
Hún vann við fiskiðnað, síðar á leikskóla og á tannlæknastofu í Reykjavík.
Þau Guðlaugur giftu sig 1980, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Garðabæ.

I. Maður Sædísar Maríu, (16. ágúst 1980), er Guðlaugur Sigurgeirsson rafmagnsverkfræðingur, f. 16. júlí 1956.
Börn þeirra:
1. Sigurgeir Guðlaugsson, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri hjá Genís, f. 29. ágúst 1976 í Rvk. Kona hans Þórunn Bolladóttir.
2. Einir Guðlaugsson, rafmagns- og tölvuverkfræðingur hjá Marel, f. 1. febrúar 1984 í Rvk. Sambúðarkona hans Hildigunnur Sigurðardóttir Bogasonar.
3. Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, f. 1. febrúar 1984 í Rvk. Kona hans Heiður Hallfreðsdóttir.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Sædís María.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.