Sigurlaug Jónsdóttir (Goðafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. ágúst 2023 kl. 20:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. ágúst 2023 kl. 20:30 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurlaug Jónsdóttir.

Sigurlaug Jónsdóttir frá Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona fæddist þar 10. júní 1916 og lést 13. janúar 2012 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson bóndi í Efri-Holtum og Ásólfsskála, f. 6. mars 1872, d. 2. febrúar 1930, og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. júní 1877, d. 26. desember 1965.

Börn Þorbjargar og Jóns - í Eyjum:
1. Páll Jónsson verkamaður, f. 9. nóvember 1903, d. 4. janúar 1999.
2. Þórarinn Jónsson í Mjölni, f. 5. maí 1905, d. 8. ágúst 1959.
3. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1910, d. 11. júní 1992.
4. Einar Jónsson sjómaður, 26. október 1914, d. 24. febrúar 1990.
5. Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1916, d. 13. janúar 2012.

Sigurlaug var með foreldrum sínum í æsku.
Hún flutti til Eyja 1941, giftist Guðjóni 1945. Þau bjuggu í fyrstu á Goðafelli við Hvítingaveg 3, en síðar á Heiðarvegi 45.
Sigurlaug vann í Hraðfrystistöðinni og síðar hjá Ísfélaginu. Um Gos 1973 vann hún um skeið fiskvinnu í Kópavogi, en sneri sér aftur að vinnu í Ísfélaginu eftir Gosið og vann þar til sjötugs.
Þau Guðjón giftu sig 1945, eignuðust eitt barn.
Guðjón lést 1968.
Sigurlaug bjó áfram við Heiðarveg 45 og þar bjó Jóna dóttir hennar og fjölskylda hennar.
Sigurlaug lést 2012.

I. Maður Sigurlaugar, (7. janúar 1945), var Guðjón Pétursson frá Lambafelli u. Eyjafjöllum, vélvirki, f. 18. júní 1915, d. 14. október 1968.
Barn þeirra:
1. Jóna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1944 á Goðafelli. Maður hennar Grétar Þórarinsson frá Hólmgarði, pípulagningameistari, f. 14. ágúst 1941 á Miðhúsum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.