Theodór Snorri Ólafsson
Theodór Snorri Ólafsson er fæddur 14. maí 1933. Foreldrar hans voru Ólafur Vestmann og Þorbjörg Guðmundsdóttir. Theodór er kvæntur Margréti Sigurbjörnsdóttur fædd 10. febrúar 1934.
Börn þeirra eru sjö. Þorbjörg fædd árið 1959, Sigurbjörn fæddur árið 1960, Hafþór fæddur árið 1961, Júlíanna fædd árið 1962, Bára fædd árið 1966, Björk fædd árið 1971 og Harpa fædd árið 1975. Barnabörnin eru 10.
Árið 1960 fór Theodór í útgerð með Hilmari Rósmundssyni, sem þá var mágur hans. Keyptu þeir Sigrúnu sem var 50 tonn og nefndu bátinn Sæbjörgu. Bátinn misstu þeir haustið 1964, þegar óstöðvandi leki kom að honum í róðri. Þrátt fyrir erfiðleika keyptu þeir bátinn Sigurfara frá Akranesi. Var hann einnig nefndur Sæbjörg.
Á meðan Sæbjörg var í útgerð fiskaðist 101.910 tonn, á þremur bátum.
Frekari umfjöllun
Theodór Snorri Ólafsson vélstjóri, útgerðarmaður fæddist 14. maí 1933 í Langa-Hvammi og lést 16. september 2020.
Foreldrar hans voru Ólafur Vestmann sjómaður, f. 25. desember 1906 á Strönd við Miðstræti 9a, d. 15. apríl 1970, og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1905 í Reykjavík, d. 10. febrúar 1960.
Barn Þorbjargar:
1. Rósa Guðmunda Snorradóttir húsfreyja, f. 3. september 1927 í Drangey við Kirkjuveg 84, d. 24. júlí 2015. Maður hennar, (skildu), var Hilmar Rósmundsson.
Börn Þorbjargar og Ólafs:
1. Theodór Snorri Ólafsson, Bessahrauni 6, sjómaður, vélstjóri, f. 14. maí 1933 í Langa-Hvammi. Kona hans er Margrét Eirikka Sigurbjörnsdóttir.
2. Sigurveig Þórey Ólafsdóttir, f. 30. mars 1935 í Langa-Hvammi, d. 17. júlí 1935.
3. Snorri Sigurvin Ólafsson sjómaður, síðar í Hveragerði, f. 10. ágúst 1938 á Kalmanstjörn. Fyrri kona hans var Svala Sigríður Auðbjörnsdóttir, d. 5. júlí 1991. Síðari kona er Elínborg Einarsdóttir.
4. Ingi Steinn Ólafsson, f. 22. apríl 1942 á Skjaldbreið. Kona hans Guðný Stefanía Karlsdóttir.
5. Ellen Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1943 á Boðaslóð 3. Maður hennar er Guðmundur Karl Guðfinnsson.
6. Þór Guðlaugur Vestmann Ólafsson sjómaður, f. 29. október 1947 á Boðaslóð 3. Kona hans er Margrét Sigurbergsdóttir.
Theodór var með foreldrum sínum í æsku, í Langa-Hvammi á Kalmanstjörn, Skjaldbreið og á Boðaslóð 3.
Hann lauk vélstjóraprófi í Vélskólanum 1950.
Theodór hóf sjómennsku 14 ára á Voninni VE 113 á sumarsíldveiðum og var þar háseti og síðar vélstjóri í 5 ár. Síðar var hann vélstjóri hjá Helga Benediktssyni, m.a. á Frosta VE 363 og Gullþóri VE 39.
Hann hóf útgerð með Hilmari Rósmundssyni 1959 með kaupum á Sæbjörgu VE 56, og áttu þeir þrjá báta með því nafni, ráku útgerðina til 1984.
Theodór stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið Eyjaís og vann við það í nokkur ár, en vann hjá FES, (þ.e. Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar) í eigu Ísfélagsins.
Þau Margrét giftu sig 1956, eignuðust sex börn og eitt kjörbarn. Þau byggðu hús við Hólagötu 24 og 1978 byggðu þau hús við Bessahraun 6 og bjuggu þar síðast.
Theodór lést 2020.
I. Kona Theodórs, (25. desember 1956), er Margrét Eirikka Sigurbjörnsdóttir frá Stafnsnesi á Miðnesi, húsfreyja, f. 10. febrúar 1934.
Börn þeirra:
1. Þorbjörg Theodórsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 4. júní 1959, kjörbarn þeirra. Maður hennar Haukur Logi Michelsen.
2. Hafþór Theodórsson matsveinn, stýrimaður, f. 6. júlí 1961. Kona hans Hanna R. Björnsdóttir.
3. Sigurbjörn M. Theodórsson vélstjóri, f. 4. júlí 1960, d. 22. júní 2020, ókvæntur.
4. Júlíanna Theodórsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 6. ágúst 1962. Maður hennar Ingólfur Ingólfsson.
5. Bára Theodórsdóttir sérkennari í Svíþjóð, f. 17. desember 1966. Maður hennar Tommy Westman.
6. Björk Theodórsdóttir viðskiptafræðingur, f. 10. apríl 1971, ógift.
7. Harpa Theodórsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1975. Maður hennar Örvar Guðni Arnarson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Þorbjörg.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.