Örvar Guðni Arnarson
Örvar Guðni Arnarson, fjármálastjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja,
fæddist 2. desember 1976 í Eyjum.
Foreldrar hans Ólafur Örn Ólafsson, vélvirkjameistari, umboðsmaður, f. 14. janúar 1947, og kona hans Hrefna Hilmisdóttir, húsfreyja, verkakona, verslunarmaður, sunnudagaskólakennari, rekstrarfulltrúi, ferðarekandi, f. 3. júlí 1949.
Börn Hrefnu og Ólafs:
1. Hilmir Arnarson, f. 1. janúar 1969 í Eyjum.
2. Örvar Guðni Arnarson, f. 2. desember 1976 í Eyjum.
3. Andri Arnarson, f. 2. desember 1983 í Eyjum.
4. Sindri Arnarson, f. 2. desember 1983 í Eyjum.
Þau Harpa giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Litlagerði 21.
I. Kona Örvars Guðna er Harpa Theodórsdóttir, húsfreyja, f. 24. febrúar 1975.
Börn þeirra:
1. Salka Sól Örvarsdóttir, f. 29. apríl 2001.
2. Klara Örvarsdóttir, f. 5. maí 2005.
3. Högni Örvarsson, f. 31. mars 2010.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hrefna.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.