Guðbjörg Ólafsdóttir (Odda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. október 2022 kl. 16:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. október 2022 kl. 16:44 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Ólafsdóttir frá Odda, húsfreyja, skólaliði fæddist 17. júlí 1949 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Ólafur Árnason bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997, og kona hans Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1920, d. 15. nóvember 2012.

Börn Þorsteinu Sigurbjargar og Ólafs:
1. Gunnar Ólafsson bifreiðastjóri, f. 12. desember 1940 í Odda, d. 8. mars 2020.
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 29. maí 1943 í Odda, síðast á Hellu, d. 9. júní 2017.
3. Sigurður Ólafsson verkamaður, f. 7. október 1946 í Odda.
4. Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 17. júlí 1949 í Odda.
5. Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri í Hveragerði, f. 15. september 1951 að Hólagötu 9.
6. Ólöf Erla Ólafsdóttir húsfreyja, knattspyrnukona í Svíþjóð, f. 18. maí 1957 á Sjúkrahúsinu.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Eiríkur giftu sig 1970, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Vestmannabraut 74, síðast á Lundi 23 í Kópavogi.
Eiríkur lést 2018. Guðbjörg býr við Lund.

I. Maður Guðbjargar, (17. maí 1970), var Eiríkur Bogason frá Hlíðarhúsi, rafvirki, tæknifræðingur, veitustjóri, framkvæmdastjóri, f. 24. janúar 1947, d. 23. mars 2018.
Börn þeirra:
1. Soffía Eiríksdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, f. 23. janúar 1970. Maður hennar Bernharð Ólason.
2. Karl Eiríksson viðskiptastjóri, f. 1. september 1985. Kona hans Jóna Sigríður Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 5. apríl 2018. Minning Eiríks.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.