Ólafur Árnason (Odda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Árnason bifreiðastjóri frá Odda fæddist 31. júlí 1917 á Hólmi og lést 26. febrúar 1997.
Foreldrar hans voru Árni Jónsson verslunarmaður, f. 12. apríl 1889, d. 21. júní 1963, og kona hans Soffía Katrín Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1895, d. 21. maí 1978.

Börn Árna og Soffíu voru:
1. Ólafur Árnason bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917 á Hólmi, d. 26. febrúar 1997.
2. Guðríður Árnadóttir, f. 31. júlí 1917 á Hólmi, d. 15. október 1917.

Barn Árna og Jórunnar Sigríðar Magnúsdóttur, síðar sambýliskona Bjarna Jónssonar bónda á Snjallsteinshöfða og í Miðgarði; hún fædd 6. apríl 1892, d. 28. mars 1985.:
3. Júlía Árnadóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 4. júlí 1914, d. 19. febrúar 1971. Maður hennar var Sigurjón Helgason sjómaður.

Ólafur var með foreldrum sínum á Hólmi 1917, á Eyjarhólum 1918 og enn 1922, á Höfða 1925 og 1927, í Odda 1930.
Þau Þorsteina Sigurbjörg eignuðust Gunnar 1940, giftu sig 1941 og bjuggu í Odda til ársins 1950, er þau fluttust í hús sitt á Hólagötu 9, en það hús byggðu þau.
Þau bjuggu þar meðan báðum entist líf nema í Gosinu, er þau bjuggu í Reykjavík.
Ólafur starfaði meðal annars sem netamaður hjá Gunnari Ólafssyni og Co á Tanganum.
Hann tók að sér akstur fyrsta olíubíls Olíuverslunar Íslands í Vestmannaeyjum og starfaði sem bílstjóri hjá Olíuversluninni meðan heilsa hans leyfði, til ársins 1986.
Ólafur lést 1997 og Þorsteina Sigurbjörg 2012.

Kona Ólafs, (13. apríl 1941), var Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja frá Oddhól, f. 4. september 1920 í Ásgarði, d. 15. nóvember 2012.
Börn þeirra:
1. Gunnar Ólafsson bifreiðastjóri, f. 12. desember 1940 í Odda, d. 8. mars 2020.
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 29. maí 1943 í Odda, síðast á Hellu, d. 9. júní 2017.
3. Sigurður Ólafsson verkamaður, f. 7. október 1946 í Odda.
4. Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 17. júlí 1949 í Odda.
5. Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri í Hveragerði, f. 15. september 1951 að Hólagötu 9.
6. Ólöf Erla Ólafsdóttir húsfreyja, knattspyrnukona í Svíþjóð, f. 18. maí 1957 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. mars 1997 og 24. nóvember 2012. Minning hjónanna.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.