Ólöf Erla Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Erla Ólafsdóttir, húsfreyja, knattspyrnukona, þjálfari í Svíþjóð fæddist 18. maí 1957.
Foreldrar hennar Ólafur Árnason, bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997, og kona hans Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 4. september 1920, d. 15. nóvember 2012.

Börn Þorsteinu Sigurbjargar og Ólafs:
1. Gunnar Ólafsson bifreiðastjóri, f. 12. desember 1940 í Odda, d. 8. mars 2020.
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 29. maí 1943 í Odda, síðast á Hellu, d. 9. júní 2017.
3. Sigurður Ólafsson verkamaður, sundlaugarvörður í Eyjafirði, f. 7. október 1946 í Odda.
4. Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 17. júlí 1949 í Odda.
5. Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri í Hveragerði, f. 15. september 1951 að Hólagötu 9.
6. Ólöf Erla Ólafsdóttir húsfreyja, knattspyrnukona og þjálfari í Svíþjóð, f. 18. maí 1957 á Sjúkrahúsinu.

Þau Örn giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Svíþjóð. Þau skildu.

I. Fyrrum maður Ólafar Erlu er Jón Örn Snorrason, sjómaður, stýrimaður, f. 18. júlí 1946, d. 19. apríl 2012. Foreldrar hans Snorri Dalmar Pálsson, f. 28. desember 1917, d. 2. febrúar 2006, og Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir, f. 25. janúar 1920, d. 20. september 2007.
Börn þeirra:
1. Örn Arnarson, f. 14. janúar 1974.
2. Snorri Dalmar Arnarson, f. 11. nóvember 1975 í Svíþjóð.
3. Edda Guðbjörg Arnardóttir, f. 31. ágúst 1981 í Svíþjóð.
4. Erla Steina Arnardóttir, f. 18. maí 1983 í Svíþjóð.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.