Gunnar Ólafsson (Odda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Ólafsson.

Gunnar Ólafsson frá Odda, bifreiðastjóri fæddist 12. desember 1940 og lést 8. mars 2020.
Foreldrar hans voru Ólafur Árnason bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997, og kona hans Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1920, d. 15. nóvember 2012.

Börn Þorsteinu Sigurbjargar og Ólafs:
1. Gunnar Ólafsson bifreiðastjóri, f. 12. desember 1940 í Odda, d. 8. mars 2020.
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 29. maí 1943 í Odda, síðast á Hellu, d. 9. júní 2017.
3. Sigurður Ólafsson verkamaður, sundlaugarvörður í Eyjafirði, f. 7. október 1946 í Odda.
4. Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 17. júlí 1949 í Odda.
5. Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri í Hveragerði, f. 15. september 1951 að Hólagötu 9.
6. Ólöf Erla Ólafsdóttir húsfreyja, knattspyrnukona í Svíþjóð, f. 18. maí 1957 á Sjúkrahúsinu.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku, í Odda og á Hólagötu 9.
Hann lauk vélstjóranámi í Eyjum 1960.
Gunnar var sjómaður frá ungum aldri, fór m.a. á síldveiðar. Hann keypti vörubíl með krana 1972 og ók honum um árabil. Síðustu árin vann hann hjá Bænum, fyrst hjá Kertaverksmiðjunni Heimaey og sinnti viðhaldi útilistaverka hjá Bænum. Einnig vann hann við persónugreiningu á myndum í Ljósmyndasafninu. Þau Erla Kristín giftu sig 1964, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 50 og við Bessahraun 10.
Gunnar lést 2020.

I. Kona Gunnars, (15. ágúst 1964), er Erla Kristín Sigurðardóttir frá Stórhöfða, húsfreyja, f. 21. ágúst 1943.
Börn þeirra:
1. Hlynur Bergvin Gunnarsson, f. 7. apríl 1964. Kona hans Gunnlaug Hannesdóttir.
2. Þröstur Árni Gunnarsson, f. 27. júlí 1966. Kona hans Sigrún Jónbjarnardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.