Petra Lúðvíksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. maí 2022 kl. 17:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. maí 2022 kl. 17:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Petra Lúðvíksdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Petra Lúðvíksdóttir húsfreyja fæddist 17. febrúar 1902 á Kolfreyju á Brimnesi í Fáskrúðsfirði og lést 22. júlí 1961.
Foreldrar hennar voru Lúðvík Kristjánsson bóndi, sjómaður, f. 17. desember 1873 í Flautagerði í Stöðvarsókn, S.-Múl., d. 24. apríl 1949, og kona hans Guðríður Jakobsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1878 á Kolfreyjustað, d. 18. október 1948.

Petra var með foreldrum sínum í Flautagerði 1910.
Þau Björgvin giftu sig 1920, bjuggu á Kolfreyju í Fáskrúðsfjarðarhreppi 1920, eignuðust fjögur börn og ættleiddu dótturdóttur sína.
Þau eignuðust Friðgeir á Fáskrúðsfirði, Lovísu á Reyðarfirði, voru komin til Eyja við fæðingu Jóhanns 1928.
Þau bjuggu á Heiði 1928, á Lágafelli við Vestmannabraut 10 1930, í Kaupangi við Vestmannabraut 31 1940, í Bragga við Urðaveg 1945 og 1949, í Eyvindarholti við Brekastíg 7b 1961.
Guðrún Petra lést 1961 og Björgvin 1995.

I. Maður Guðrúnar Petru, (8. október 1920), var Helgi Björgvin Magnússon verkamaður, sjómaður, f. 26. janúar 1900, d. 25. október 1995.
Börn þeirra:
1. Magnús Friðgeir Björgvinsson sjómaður, f. 3. nóvember 1922 á Fáskrúðsfirði, d. 18. nóvember 2016.
2. Lovísa Guðríður Björgvinsdóttir verkakona, húsfreyja, f. 2. janúar 1924 á Reyðarfirði, d. 29. mars 1979.
3. Jóhann Magnús Björgvinsson sjómaður, f. 6. júní 1928 á Heiði við Sólhlíð 19, d. 14. janúar 2017.
4. Birna Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1940 í Kaupangi við Vestmannabraut 31, d. 8. febrúar 1995.
Kjörbarn þeirra var
5. Helga Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1941, d. 1. október 2000. Hún var dóttir Lovísu Guðríðar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.