Kolbeinn Stefánsson (Skuld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2021 kl. 16:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2021 kl. 16:55 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Kolbeinn Stefánsson.

Kolbeinn Stefánsson frá Skuld, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, verslunarmaður, bifreiðastjóri fæddist 21. nóvember 1914 og lést 25. ágúst 1977.
Foreldrar hans voru Stefán Björnsson frá Bryggjum í A-Landeyjum, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 16. júlí 1878, d. 11. mars 1957, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Hákoti í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. 4. nóvember 1885, d. 29. september 1980.

Börn Margrétar og Stefáns:
1. Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1908, d. 13. ágúst 2009.
2. Guðríður Eygló Stefánsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, kaupmaður, f. 4. ágúst 1911, d. 10. október 1980.
3. Stefanía Stefánsdóttir, f. 20. desember 1913, d. 28. febrúar 1920.
4. Kolbeinn Stefánsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, verslunarmaður, bifreiðastjóri, f. 21. nóvember 1914, d. 25. ágúst 1977.
5. Bernódus Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 26. febrúar 1920.
6. Björn Stefánsson, f. 24. júlí 1919, d. 29. febrúar 1919.
7. Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1923, d. 10. október 2019.

Kolbeinn var með foreldrum sínum.
Hann fór snemma til sjós, varð vélstjóri og réri lengi með Stefáni föður sínum, var síðan verslunarmaður hjá Helga mági sínum í Veslunarfélaginu. Hann flutti til Reykjavíkur vann um skeið í Héðni, var leigubílstjóri í Reykjavík. Hann snéri til Eyja, fór aftur til sjós og var um skeið í útgerð á m.b. Græði VE 255 (áður Kristbjörg VE), fór síðan í land og vann verkamannastörf.
Þau Ólöf giftu sig 1945, eignuðust eitt barn, og Kolbeinn fóstraði Hildi barn Ólafar. Þau bjuggu í fyrstu á Laugavegi 159A, fluttu til Eyja 1947 og bjuggu á Hólmi við Vesturveg 16, skildu 1963. Kolbeinn átti lögheimili í Skuld við Gos 1973, en bjó síðar á Faxastíg 33 og í Höfðahúsi við Vesturveg 8.
Hann lést 1977.

I. Kona Kolbeins, (1945, skildu) var Ólöf Sveinsdóttir frá Viðfirði, húsfreyja, f. 8. janúar 1916, síðast á Austurbrún 6 í Reykjavík, d. 8. nóvember 1983.
Barn þeirra:
1. Margrét Kolbeinsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1946. Fyrrum maður hennar Hreiðar Hermannsson. Fyrrum maður hennar Eiríkur Ómar Sæland.
Dóttir Ólafar og fósturbarn Kolbeins:
2. Hildur Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1941. Maður hennar Elías Björnsson, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.