Hildur Magnúsdóttir (Hólmi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hildur Margrét Magnúsdóttir frá Hólmi, húsfreyja fæddist 24. ágúst 1941 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Magnús Guðbjartsson, f. 26. febrúar 1913 í Kollsvík, V.-Barð., d. 28. febrúar 1941, og kona hans Ólöf Sveinsdóttir frá Viðfirði, S.-Múl., f. 18. janúar 1916, d. 8. nóvember 1983.
Fósturfaðir Hildar frá fimm ára aldri var Kolbeinn Stefánsson frá Skuld, f. 21. nóvember 1914, d. 25. ágúst 1977.

Barn Ólafar og Magnúsar Guðbjartssonar:
1. Hildur Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1941 í Reykjavík.
Barn Ólafar og Kolbeins Stefánssonar:
2. Margrét Kolbeinsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1946 í Reykjavík.

Faðir Hildar dó fyrir fæðingu hennar. Hún var með móður sinni, síðan með henni og Kolbeini á Laugavegi 159A og fylgdi þeim til Eyja 1947.
Þau Elías giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hólmi, þá á Hásteinsvegi 50 1964-1971, en síðan í Hrauntúni 28.
Elías lést 2016. Hildur býr í Hrauntúni.

I. Maður Hildar, (19. september 1959), var Elías Björnsson sjómaður, stýrimaður, verkalýðsfrömuður, f. 5. september 1937 á Hámundarstöðum í Vopnafirði, d. 26. desember 2016 á Sjúkrahúsinu.
Börn þeirra:
1. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir húsfreyja, íþróttakennari, f. 8. janúar 1958. Maður hennar Björgvin Eyjólfsson.
2. Björn Elíasson kennari, f. 20. janúar 1960. Kona hans Emilía María Hilmarsdóttir.
3. Kolbrún Elíasdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. júní 1964. Maður hennar Björn Bjarnason.
4. Magnús Elíasson tölvunarfræðingur, f. 5. mars 1980. Kona hans Harpa Hauksdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.