Bergþór Guðjónsson (Hlíðardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2021 kl. 15:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2021 kl. 15:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Bergþór Guðjónsson (Hlíðardal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Bergþór Guðjónsson.

Bergþór Guðjónsson frá Hlíðardal, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 28. ágúst 1925 og lést 18. nóvember 2007 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 15. desember 1899 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 8. júlí 1966, og fyrri kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja frá Þóroddsstöðum í Grímsnesi, f. 20. september 1892, d. 13. desember 1927.
Stjúpmóðir Bergþórs og síðari kona Guðjóns var Rannveig Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Hlíðardal f. 9. september 1896, d. 15. september 1982.

Barn Sigurbjargar og Guðjóns Helgasonar bónda í Gröf í Hrunamannahreppi, f. 3. október 1872, d. 11. nóvember 1959.
1. Guðrún Sigurveig Þórðardóttir, síðar Skowronski, f. 28. maí 1918 í Reykjavík, d. 21. júní 2013 á Hrafnistu í Reykjavík.
Börn Guðjóns og Sigurbjargar:
2. Jóhanna Magnúsína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1923 í Hlíðardal, d. 9. júní 2018.
3. Bergþór Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1925 í Hlíðardal, d. 18. nóvember 2007.
4. Andvana stúlka, f. 11. desember 1927 í Hlíðardal.

Barn Guðjóns og síðari konu hans Rannveigar Eyjólfsdóttur:
5. Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1929 í Hlíðardal.
Fósturbarn þeirra, dóttir Steindórs bróður Guðjóns:
6. Dóra Steindórsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, dagmóðir, f. 28. nóvember 1934 í Langa-Hvammi.
Fósturbarn þeirra:
7. Pálína Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 18. júlí 1951 á Hásteinsvegi 7, d. 29. janúar 1984. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 á Reynifelli, d. 29. nóvember 1963, og kona hans Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1920 á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, d. 20. nóvember 1954.

Bergþór var með foreldrum sínum skamma stund, því að móðir hans lést, er hann var á þriðja árinu. Hann var síðan með föður sínum og Rannveigu síðari konu hans.
Bergþór stundaði sjómennsku snemma. Hann var skipstjóri og útgerðarmaður á Skuldinni eftir föður sinn, síðar vann hann við útgerð á Hafliða VE og vann hjá Vinnslustöðinni, en síðan vann hann við úgerð Gjafars VE.
Bergþór rak fjárbúskap og stofnaði félag um slíkt með fændum sínum á Reykjum og nefndu Dallas.
Þau Gynda giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 51. Frá 2006 dvöldu hjónin í Hraunbúðum.
Bergþór lést 2007 og Gynda 2013.

I. Kona Bergþórs, (26. september 1959), var Gynda María Davidsen frá Færeyjum, húsfreyja, starfsmaður leikskóla, fiskiðnaðarkona, f. 27. ágúst 1923 í Færeyjum, d. 28. janúar 2013.
Börn þeirra:
1. Sólrún Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1959. Maður hennar Róbert Hugo Blanco.
2. Guðrún Sigurbjörg Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1965. Maður hennar Birgir Rögnvaldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.