Bergþór Guðjónsson (Hlíðardal)
Bergþór Guðjónsson frá Hlíðardal, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 28. ágúst 1925 og lést 18. nóvember 2007 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 15. desember 1899 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 8. júlí 1966, og fyrri kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja frá Þóroddsstöðum í Grímsnesi, f. 20. september 1892, d. 13. desember 1927.
Stjúpmóðir Bergþórs og síðari kona Guðjóns var Rannveig Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Hlíðardal f. 9. september 1896, d. 15. september 1982.
Barn Sigurbjargar og Guðjóns Helgasonar bónda í Gröf í Hrunamannahreppi, f. 3. október 1872, d. 11. nóvember 1959.
1. Guðrún Sigurveig Þórðardóttir, síðar Skowronski, f. 28. maí 1918 í Reykjavík, d. 21. júní 2013 á Hrafnistu í Reykjavík.
Börn Guðjóns og Sigurbjargar:
2. Jóhanna Magnúsína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1923 í Hlíðardal, d. 9. júní 2018.
3. Bergþór Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1925 í Hlíðardal, d. 18. nóvember 2007.
4. Andvana stúlka, f. 11. desember 1927 í Hlíðardal.
Barn Guðjóns og síðari konu hans Rannveigar Eyjólfsdóttur:
5. Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1929 í Hlíðardal.
Fósturbarn þeirra, dóttir Steindórs bróður Guðjóns:
6. Dóra Steindórsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, dagmóðir, f. 28. nóvember 1934 í Langa-Hvammi.
Fósturbarn þeirra:
7. Pálína Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 18. júlí 1951 á Hásteinsvegi 7, d. 29. janúar 1984. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 á Reynifelli, d. 29. nóvember 1963, og kona hans Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1920 á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, d. 20. nóvember 1954.
Bergþór var með foreldrum sínum skamma stund, því að móðir hans lést, er hann var á þriðja árinu. Hann var síðan með föður sínum og Rannveigu síðari konu hans.
Bergþór stundaði sjómennsku snemma. Hann var skipstjóri og útgerðarmaður á Skuldinni eftir föður sinn, síðar vann hann við útgerð á Hafliða VE og vann hjá Vinnslustöðinni, en síðan vann hann við úgerð Gjafars VE.
Bergþór rak fjárbúskap og stofnaði félag um slíkt með fændum sínum á Reykjum og nefndu Dallas.
Þau Gynda giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 51. Frá 2006 dvöldu hjónin í Hraunbúðum.
Bergþór lést 2007 og Gynda 2013.
I. Kona Bergþórs, (26. september 1959), var Gynda María Davidsen frá Færeyjum, húsfreyja, starfsmaður leikskóla, fiskiðnaðarkona, f. 27. ágúst 1923 í Færeyjum, d. 28. janúar 2013.
Börn þeirra:
1. Sólrún Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1959. Maður hennar Róbert Hugo Blanco.
2. Guðrún Sigurbjörg Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1965. Maður hennar Birgir Rögnvaldsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1. desember 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.