Gynda María Davidsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gynda María Davidsen.

Gynda María Davidsen frá Færeyjum, húsfreyja fæddist 26. ágúst 1923 í Haldarsvík þar og lést 28. janúar 2013 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Gutti Martin Davidsen, d. 1974 og Maren Katrína Davidsen, f. Andreasen, d. 1966.

Gynda kom til Eyja 1958, vann við fiskiðnað. Síðar var hún starfsmaður á leikskóla og vann við fiskiðnað.
Þau Bergþór giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 51. Frá 2006 dvöldu hjónin í Hraunbúðum.
Bergþór lést 2007 og Gynda 2013.

I. Maður Gyndu, (26. september 1959), var Bergþór Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður.
Börn þeirra:
1. Sólrún Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1959. Maður hennar Robert Hugo Blanco.
2. Guðrún Sigurbjörg Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1965. Maður hennar Birgir Rögnvaldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.