Jóhann Vilmundarson (Hjarðarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. mars 2021 kl. 11:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2021 kl. 11:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhann Vilmundarson''' frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69 fæddist þar 24. janúar 1921 og lést 4. september 1995 í Sjúkrahúsinu.<br> Foreldrar ha...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Vilmundarson frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69 fæddist þar 24. janúar 1921 og lést 4. september 1995 í Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Vilmundur Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. september 1883, d. 20. maí 1923, og kona hans Þuríður Pálína Pálsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945.
Fósturforeldrar Jóhanns voru Jón Jónsson útgerðarmaður, rithöfundur í Hlíð, f. 21. október 1878, d. 23. september 1944, og kona hans Þórunn Snorradóttir húsfreyja, f. 18. október 1878, d. 2. ágúst 1947.

Börn Þuríðar og Vilmundar:
1. Karl Friðrik Vilmundarson, f. 6. desember 1909, d. 2. maí 1983.
2. Kristinn Eyjólfur Vilmundarson, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945.
3. Skarphéðinn Vilmundarson, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
4. Laufey Vilmundardóttir, f. 1. júní 1914, d. 21. febrúar 1979.
5. Hannes Vilmundarson, f. 1914, d. 3. desember 1914, 7 vikna gamall.
6. Unnur Vilmundardóttir, síðast á Hjallabraut 33 í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1915, d. 14. ágúst 1999.
7. Fjóla Vilmundardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 13. janúar 1917, d. 6. apríl 1998.
8. Ingibergur Vilmundarson, síðast í Stigahlíð 36 í Reykjavík, f. 15. nóvember 1918, d. 29. ágúst 1986.
9. Jóhann Vilmundarson verkamaður, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
10. Lilja Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 25. mars 2008.
11. Rósa Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 27. mars 1922.

Börn Þórunnar og Jóns í Hlíð:
1. Þuríður Kapítóla Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1905, d. 14. júlí 1961.
2. Andvana stúlka, f. 29. maí 1908.
3. Guðjón Hreggviður Jónsson bifvélavirkjameistari, f. 11. ágúst 1909, d. 22. desember 1987.
4. Ásta Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1911 í Hlíð, d. 12. febrúar 1986.
5. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 16. október 1912 í Hlíð, d. 16. apríl 2007.
6. Ólafur Magnús Jónsson skipstjóri, f. 10. mars 1915, fórst 9. febrúar 1944.
7. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 20. desember 1916 í Hlíð, d. 7. nóvember 1974.
Fósturbörn hjónanna:
8. Jóhann Vilmundarson frá Hjarðarholti, verkamaður, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
9. Ólafur Guðmundsson frá Eiðum, trésmíðameistari, kennari á Húsavík, f. 26. október 1927, d. 10. ágúst 2007.

Fjölskyldan í Hlíð. Jón Jónsson og k.h. Þórunn Snorradóttir og börn þeirra.

Aftari röð frá v.: Hreggviður Jónsson, Kapítóla Jónsdóttir, Ásta Jónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir.

Fremri röð frá v.: Ólafur Magnús Jónsson, Jóhann Vilmundarson fóstursonur hjónanna og Sigurbjörg Jónsdóttir.

Jóhann var með foreldrum sínum skamma stund. Faðir hans lést, er Jóhann var á þriðja árinu. Hann fór í fóstur til hjónanna í Hlíð og ólst þar upp.
Hann lauk gagnfræðaprófi 3. bekkjar í Gagnfræðaskólanum 1938, stóð í forystu með öðrum stjórnarmönnum Málfundafélags skólans, er það réðst í útgáfu Bliks og stóð að ávarpi stjórnarinnar, sem birt er á fyrstu síðu ritsins og ritaði hvatningargrein til unglinga í ritið 1937. Hann stóð einnig ásamt öðrum í stjórninni fyrir fjársöfnun til að kaupa vagn handa Kristni Stefánssyni á Kalmanstjörn, fötluðum manni.
Jóhann hlaut einnig verðlaun fyrir afrek í íþróttum í skólanum. Hann gerðist verkamaður, vann m.a. í Vinnslustöðinni í 40 ár.
Hann var í Hlíð hjá fósturforeldrum sínum 1940, bjó hjá Kapitólu fóstursystur sinni í Sólhlíð 6 1949 og hjá Jóni ekkli hennar þar 1972, í Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 1979 og 1986, bjó síðar í Vinnslustöðinni.
Jóhann var ókvæntur og barnlaus.
Hann lést 1995 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. september 1995. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá 1986.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.