Þórunn Snorradóttir (Hlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Snorradóttir frá Björnskoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Hlíð fæddist 20. október 1878 í Svarðbæli þar og lést 1. ágúst 1947.
Faðir hennar var Snorri bóndi í Björnskoti og Skálakoti u. Eyjafjöllum, f. 3. október 1852, d. 9. mars 1935, Jónsson bónda á Lambalæk og Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 17. október 1827, d. 16. maí 1891, Sveinssonar bónda í Neðridal, Rauðafelli og Eystra-Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 11. apríl 1801, d. 25. júní 1879, Jónssonar, og konu Sveins Jónssonar, Þórunnar húsfreyju, f. um 1797, d. 5. september 1855, Ólafsdóttur.
Móðir Snorra í Björnskoti og kona Jóns á Lambalæk var Margrét húsfreyja, f. 10. apríl 1810, d. 16. nóvember 1876, Snorradóttir bónda í Miðskála u. Eyjafjöllum, f. 1743, d. 21. júní 1814, Jónssonar, og þriðju konu Snorra í Miðskála, Kristínar húsfreyju, f. 1765, d. 10. október 1846, Þóroddsdóttur.

Móðir Þórunnar í Hlíð og kona Snorra í Björnskoti var Ástríður húsfreyja frá Grjótá í Fljótshlíð, f. 13. desember 1847, d. 18. júlí 1937, Ólafsdóttir bónda þar, f. 12. mars 1811, d. 20. ágúst 1871, Ólafssonar bónda á Valstrýtu og Teigi í Fljótshlíð, f. 1772, Jónssonar, og konu Ólafs, Ástríðar húsfreyju, f. 1772, d. 20. júlí 1834, Halldórsdóttur.
Kona Ólafs Ólafssonar á Grjótá og móðir Ástríðar var Þórunn húsfreyja, f. 8. júní 1807, d. 16. október 1887, Jónsdóttir bónda í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 1763, d. 6. mars 1836, Jónssonar, og konu Jóns í Kirkjulækjarkoti, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Börn Snorra og Ástríðar, - í Eyjum voru:
1. Jónatan Snorrason í Breiðholti, sjómaður, vélstjóri, rennismiður.
2. María Snorradóttir húsfreyja í Djúpadal.
3. Þórunn Snorradóttir húsfreyja í Hlíð.

Þórunn var með foreldrum sínum í Björnskoti í æsku, var hjú á Vestari-Sámsstöðum 1901, fluttist frá Svarðbæli u. Eyjafjöllum til Eyja 1902.
Þau Jón giftu sig 3. des.1904, bjuggu þá í Dalbæ, bjuggu í Hlíð 1910 og síðan, eignuðust sex börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
Þórunn lést 1947 og Jón 1954.

I. Maður Þórunnar, (3. desember 1904), var Jón Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, rithöfundur í Hlíð, f. 23. október 1878, d. 23. september 1954.

Fjölskyldan í Hlíð. Jón Jónsson og k.h. Þórunn Snorradóttir og börn þeirra.

Aftari röð frá v.: Hreggviður Jónsson, Kapítóla Jónsdóttir, Ásta Jónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir.

Fremri röð frá v.: Ólafur Magnús Jónsson, Jóhann Vilmundarson fóstursonur hjónanna og Sigurbjörg Jónsdóttir.

Börn Þórunnar og Jóns:
1. Þuríður Kapítóla Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1905, d. 14. júlí 1961.
2. Andvana stúlka, f. 29. maí 1908.
3. Guðjón Hreggviður Jónsson bifvélavirkjameistari, f. 11. ágúst 1909, d. 22. desember 1987.
4. Ásta Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1911 í Hlíð, d. 12. febrúar 1986.
5. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 16. október 1912 í Hlíð, d. 16. apríl 2007.
6. Ólafur Magnús Jónsson skipstjóri, f. 10. mars 1915, fórst 9. febrúar 1944.
7. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 20. desember 1916 í Hlíð, d. 7. nóvember 1974.
Fósturbörn hjónanna:
8. Jóhann Vilmundarson frá Hjarðarholti, verkamaður, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
9. Ólafur Guðmundsson frá Eiðum, trésmíðameistari, kennari á Húsavík, f. 26. október 1927, d. 10. ágúst 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.