Ingvar Einarsson (Hellnahóli)
Ingvar Einarsson bóndi á Hellnahóli u. Eyjafjöllum, síðar í Eyjum fæddist 12. október 1864 og lést 14. maí 1910.
Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson vinnumaður, f. 1843, d. 7. ágúst 1877 og barnsmóðir hans Sólrún Þorvaldsdóttir, síðar húsfreyja á Hellnahóli u. Eyjafjöllum, f. 7. september 1839, d. 5. maí 1921.
Ingvar var með vinnukonunni móður sinni í æsku, síðar vinnumaður hjá henni og Þórði Sigurðssyni bændahjónum á Hellnahóli, síðar bóndi þar.
Hann fluttist til Eyja 1909 með Ástríði konu sinni og þrem börnum þeirra, Sólrúnu, Guðbjörgu og Jóhönnu Júlíönu. Þau voru húsfólk í Bræðraborg.
Hann lést 1910.
I. Barnsmóðir Ingvars var Ragnhildur Þórðardóttir, síðar húsfreyja á Hvanneyri, f. 12. apríl 1877, d. 21. nóvember 1969.
Barn þeirra var
1. Guðni Ingvarsson matsveinn, f. 17. júlí 1901, d. 5. október 1975.
![ctr](/images/8/84/1960%2C_bls._147.jpg)
II. Kona Ingvars var Ástríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1859, d. 10. júlí 1937.
Börn þeirra hér:
1. Ágúst Sigurður Ingvarsson verkamaður, f. 27. júní 1890, d. 25. nóvember 1963.
2. Sólrún Ingvarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 9. okt. 1891, d. 21. ágúst 1974, gift Sveini Sigurhanssyni vélstjóra og múrara, f. 21. júní 1892, d. 6. desember 1963.
3. Einar Ingvarsson sjómaður í Eyjum, f. 9. okt. 1891, tvíburi við Sólrúnu, d. 18. maí 1968, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur húsfreyju, f. 4. febr. 1898, d. 29. nóvember 1980.
4. Guðbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987, gift Sveinbirni Einarssyni trésmið, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984.
5. Dýrfinna Ingvarsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 7. júlí 1900, d. 1. desember 1986, gift Sigurði Gottskálkssyni frá Hraungerði í Eyjum, verkamanni og bónda á Kirkjubæ, f. 23. ágúst 1894, d. 5. apríl 1955.
6. Jóhanna Júlíana Ingvarsdóttir húsfreyja í Neskaupstað 1930, f. 13. okt. 1901, d. 2. nóvember 1937, gift Guðna Sveinssyni sjómanni á Norðfirði, f. 6. maí 1894, d. 15. nóvember 1975.
![ctr](/images/thumb/a/ae/Mynd-Mynd-KG-mannamyndir_17728.jpg/400px-Mynd-Mynd-KG-mannamyndir_17728.jpg)
Dýrfinna, Jóhanna. Fremri röð frá vinstri:
Einar, Ágúst Sigurður.Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1960, Hjónin frá Hellnahóli
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.