Einar Ólafsson (Strönd)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2020 kl. 18:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2020 kl. 18:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Einar Ólafsson (Strönd)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Ólafsson frá Strönd fæddist 1. maí 1910 og lést 23. mars 1967. Foreldrar hans voru Ólafur Diðrik Sigurðsson og Guðrún Bjarnadóttir frá Strönd.

Eiginkona hans var Guðrún Sigríður Einarsdóttir.

Frekari umfjöllun

Einar Ólafsson.

Einar Ólafsson frá Strönd, sjómaður, trillukarl fæddist þar 1. maí 1910 og lést 23. mars 1967.
Foreldrar hans voru Ólafur Diðrik Sigurðsson útvegsbóndi á Strönd, f. 12. febrúar 1881, d. 4. október 1944, og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1879, d. 17. nóvember 1974.

Börn Ólafs Diðriks og Guðrúnar voru:
1. Sigurður Gunnar Ólafsson, f. 19. maí 1903, d. 24. febrúar 1924.
2. Bjarni Júlíus Ólafsson, f. 1. júlí 1905, d. 13. maí 1981.
3. Guðrún Ólafsdóttir, f. 27. október 1906, d. 19. desember 1995.
4. Einar Ólafsson, f. 1. maí 1910, d. 23. mars 1967.
5. Ingibjörg Ólafsdóttir, tvíburi við Einar, f. 1. maí 1910, d. 4. apríl 1913.
6. Guðrún Lilja Ólafsdóttir, f. 30. júlí 1911, d. 2. apríl 1993.
7. Ingibjörg Gyða Ólafsdóttir, f. 9. júlí 1914, d. 21. apríl 1951.
8. Jórunn Ella Ólafsdóttir, f. 20. júlí 1918, d. 15. apríl 1942.
9. Guðný Unnur Ólafsdóttir, tvíburi við Jórunni, f. 20. júlí 1918, d. 12. febrúar 1920.
10. Erla Unnur Ólafsdóttir, f. 22. nóvember 1922 d. 9. júní 1991.

Einar var með foreldrum sínum í æsku, var í Reykjavík 1930, háseti á e.s. Braga, var með þeim á Strönd 1935.
Hann var sjómaður, síðustu árin trillukarl.
Þau Guðrún giftu sig 1936, eignuðust sex börn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana og annað barn þeirra lést tæplega tveggja vikna gamalt.
Þau bjuggu á Strönd við Miðstræti 9 í fyrstu, í Steinholti 1937, en á Bjarmalandi á Flötum 10 1943 og síðan.
Guðrún Sigríður lést af barnsförum 1954, en Einar lést 1967.

ctr


Ólafur og Guðrún Sigríður með börnin Gylfa og Steinunni.

I. Kona Einars, (16. maí 1936), var Guðrún Sigríður Einarsdóttir frá Suðurnesjum, f. 23. nóvember 1915 í Keflavík, d. 23. apríl 1954.
Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f. 1. júlí 1936 á Strönd.
2. Sigurður Gunnar Einarsson, f. 17. júní 1937 á Kirkjuvegi 9, d. 1. júlí 1937.
3. Gylfi Sævar Einarsson bifreiðastjóri á Akureyri, f. 7. apríl 1939 í Steinholti. Kona hans Hrefna Óskarsdóttir.
4. Steinunn Einarsdóttir húsfreyja, bjó um skeið í Ástralíu, f. 19. júlí 1940 í Steinholti. Fyrrum maður hennar Magnús Karlsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Þór Magnússon.
5. Álfheiður Ósk Einarsdóttir húsfreyja í Eyjum, í Hofsnesi í Öræfum og á Selfossi, f. 28. október 1943 á Bjarmalandi. Fyrrum maður hennar Hafliði Albertsson. Fyrrum maður hennar Sigurður Bjarnason. Maður hennar Ingimundur Smári Björnsson, látinn.
6. Guðrún Sigríður Einarsdóttir Moore húsfreyja, býr í S.-Karólínu í Bandaríkjunum, f. 22. apríl 1954 á Bjarmalandi. Maður hennar T. Moore.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.