Ingibjörg Gyða Ólafsdóttir (Strönd)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingibjörg Gyða Ólafsdóttir.

Ingibjörg Gyða Ólafsdóttir húsfreyja frá Strönd fæddist 9. júlí 1914 á Strönd og lést 21. apríl 1951.
Foreldrar hennar voru Ólafur Diðrik Sigurðsson útvegsbóndi á Strönd, f. 12. febrúar 1881, d. 4. október 1944, og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1879, d. 17. nóvember 1974.

Börn Ólafs Diðriks og Guðrúnar voru:
1. Sigurður Gunnar Ólafsson, f. 19. maí 1903, d. 24. febrúar 1924.
2. Bjarni Júlíus Ólafsson, f. 1. júlí 1905, d. 13. maí 1981.
3. Guðrún Ólafsdóttir, f. 27. október 1906, d. 19. desember 1995.
4. Einar Ólafsson, f. 1. maí 1910, d. 23. mars 1967.
5. Ingibjörg Ólafsdóttir, tvíburi við Einar, f. 1. maí 1910, d. 4. apríl 1913.
6. Guðrún Lilja Ólafsdóttir, f. 30. júlí 1911, d. 2. apríl 1993.
7. Ingibjörg Gyða Ólafsdóttir, f. 9. júlí 1914, d. 21. apríl 1951.
8. Jórunn Ella Ólafsdóttir, f. 20. júlí 1918, d. 15. apríl 1942.
9. Guðný Unnur Ólafsdóttir, tvíburi við Jórunni, f. 20. júlí 1918, d. 12. febrúar 1920.
10. Erla Unnur Ólafsdóttir, f. 22. nóvember 1922 d. 9. júní 1991.

Ingibjörg Gyða var með fjölskyldu sinni í æsku. Hún var vinnukona hjá Þórunni í Þingholti 1930, var fiskvinnslukona í Steinholti 1940.
Þau Magnús giftu sig 1944 og bjuggu á Bjarmalandi, (Flötum 10) 1945, en síðar að Meðalholti 11 í Reykjavík.
I. Maður Ingibjargar Gyðu, (8. júlí 1944 í Eyjum), var Magnús Einarsson skipstjóri, f. 10. september 1905, d. 11. júní 1992.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 29. apríl 1951. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.