Guðrún Einarsdóttir (Bjarmalandi)
Guðrún Sigríður Einarsdóttir húsfreyja á Bjarmalandi fæddist 14. nóvember 1915 í Keflavík og lést 23. apríl 1954 eftir barneign.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, bóndi í Kaldárhöfða í Grímsnesi og Hákoti í Njarðvíkursókn, sjómaður, verkamaður, síðar á Ásbergi við Skerjafjörð, f. 21. nóvember 1877 í Mjóanesi í Þingvallasveit, d. 21. október 1956, og kona hans Sigurlaug Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1885 í Niðurkoti á Kjalarnesi, d. 24. febrúar 1973.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, í Hákoti í Njarðvíkursókn 1920, vinnukona á Ásbergi í Skildinganesi 1930.
Guðrún fór í vist til Eyja.
Þau Einar giftu sig 1936, eignuðust sex börn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana og annað barn þeirra lést tæplega tveggja vikna gamalt.
Þau bjuggu á Strönd við Miðstræti 9 í fyrstu, í Steinholti, en á Flötum 10 1943 og síðan.
Guðrún Sigríður lést af barnsförum 1954, en Einar 1967.
I. Maður hennar, (16. maí 1936), var Einar Ólafsson frá Strönd, sjómaður, síðar trillukarl, f. 1. maí 1910, d. 23. mars 1967.
Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f. 1. júlí 1936 á Strönd.
2. Sigurður Gunnar Einarsson, f. 17. júní 1937 í Steinholti, d. 1. júlí 1937.
3. Gylfi Sævar Einarsson bifreiðastjóri á Akureyri, f. 7. apríl 1939 í Steinholti. Kona hans Hrefna Óskarsdóttir.
4. Steinunn Einarsdóttir húsfreyja, bjó um skeið í Ástralíu, f. 19. júlí 1940 í Steinholti. Fyrrum maður hennar Magnús Karlsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Þór Magnússon.
5. Álfheiður Ósk Einarsdóttir húsfreyja í Eyjum, í Hofsnesi í Öræfum og á Selfossi, f. 28. október 1943 á Bjarmalandi. Fyrrum maður hennar Hafliði Albertsson. Fyrrum maður hennar Sigurður Bjarnason. Maður hennar Ingimundur Smári Björnsson, látinn.
6. Guðrún Sigríður Einarsdóttir Moore húsfreyja, býr í S.-Karólínu í Bandaríkjunum, f. 22. apríl 1954 á Bjarmalandi. Maður hennar T. Moore.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Álfheiður.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.