Erla U. Ólafsdóttir (Strönd)
Erla Unnur Ólafsdóttir frá Strönd, húsfreyja fæddist þar 22. nóvember 1922 og lést 9. júní 1991 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Ólafur Diðrik Sigurðsson útvegsbóndi á Strönd, f. 12. febrúar 1881, d. 4. október 1944, og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1879, d. 17. nóvember 1974.
Börn Ólafs Diðriks og Guðrúnar voru:
1. Sigurður Gunnar Ólafsson, f. 19. maí 1903, d. 24. febrúar 1924.
2. Bjarni Júlíus Ólafsson, f. 1. júlí 1905, d. 13. maí 1981.
3. Guðrún Ólafsdóttir, f. 27. október 1906, d. 19. desember 1995.
4. Einar Ólafsson, f. 1. maí 1910, d. 23. mars 1967.
5. Ingibjörg Ólafsdóttir, tvíburi við Einar, f. 1. maí 1910, d. 4. apríl 1913.
6. Guðrún Lilja Ólafsdóttir, f. 30. júlí 1911, d. 2. apríl 1993.
7. Ingibjörg Gyða Ólafsdóttir, f. 9. júlí 1914, d. 21. apríl 1951.
8. Jórunn Ella Ólafsdóttir, f. 20. júlí 1918, d. 15. apríl 1942.
9. Guðný Unnur Ólafsdóttir, tvíburi við Jórunni, f. 20. júlí 1918, d. 12. febrúar 1920.
10. Erla Unnur Ólafsdóttir, f. 22. nóvember 1922 d. 9. júní 1991.
Erla var með foreldrum sínum á Strönd í æsku, sat tvo vetur í Gagnfræðaskólanum.
Hún hóf búskap sinn með Guðna á Strönd.
Þau giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn, bjuggu í fyrstu á
Bjarmalandi, þá á Strönd, voru þar með Sigurð Ella og Guðrúnu móður Erlu 1946, en voru farin 1947.
Þau bjuggu í Reykjavík frá 1947, á Suðurlandsbraut 64 meðan báðum entist líf.
Guðni Hjörtur lést 1965.
Erla Unnur flutti í Álftamýri nokkru eftir lát Guðna, en var síðustu tvö árin á Vífilsstöðum. Hún lést þar 1991.
I. Maður Erlu Unnar, (24. október 1941), var Guðni Hjörtur Árnason húsasmíðameistari, f. 14. ágúst 1920 í Garðhúsum, d. 3. október 1965 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Sigurður Elli Guðnason vélvirki, flugstjóri f. 12. maí 1943 á Bjarmalandi á Flötum 10, d. 30. desember 2010. Kona hans Guðmunda Kristinsdóttir.
2. Arndís Guðnadóttir sjúkraliði, umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra á Hrafnistu í Reykjavík, f. 25. maí 1948, d. 26. maí 2012. Maður hennar Sigurður Gunnar Sigurðsson.
3. Ólafur Guðnason sjómaður á Seyðisfirði, f. 25. febrúar 1950. Kona hans Guðmunda Hafdís Jónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Ólafur.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.