Guðni Árnason (húsasmíðameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2020 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2020 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðni Hjörtur Árnason''' sjómaður, húsasmíðameistari fæddist 14. ágúst 1920 í Garðhúsum og lést 3. október 1965 í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Árni S...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðni Hjörtur Árnason sjómaður, húsasmíðameistari fæddist 14. ágúst 1920 í Garðhúsum og lést 3. október 1965 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Árni Sigfússon kaupmaður, f. 31. júlí 1887, d. 7. mars 1948, og kona hans, Ólafía Árnadóttir húsfreyja frá Gerðum í Garði, f. 8. maí 1895, d. 15. mars 1962.

Börn Ólafíu og Árna:
1. Jón Árni skrifstofumaður, f. 10. mars 1916, d. 2. ágúst 1970, kvæntur Þyri Björnsdóttur, f. 29. september 1915, d. 3. febrúar 1954. Hún var dóttir Björns Guðjónssonar á Kirkjubæ og konu hans Sigríðar Jónasdóttur.
2. Ragnheiður húsfreyja, f. 10. október 1918, gift bandarískum manni.
3. Guðni Hjörtur húsasmíðameistari, fæddur 14. ágúst 1920, d. 3. október 1965. Kona hans var Erla Unnur Ólafsdóttir frá Strönd.
4. Elín húsfreyja, fædd 18. september 1927, d. 7. október 2003, gift Gunnari Stefánssyni vélstjóra frá Gerði, f. 16. desember 1922, d. 27. desember 2010.
5. Elísabet, f. 4. mars 1930, húsfreyja og framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands, gift Jóhanni Möller, f. 7. febrúar 1920, d. 26. febrúar 2011.
Barn Árna og Ingibjargar Kristjánsdóttur:
6. Kristbjörg Lilja Árnadóttir á Sólheimum, húsfreyja í Ásgarði í Fljótshlíð, f. 21. mars 1914, d. 17. janúar 1985.

Guðni var með foreldrum sínum í æsku. Hann var með þeim, m.a. í Garðhúsum og Stóra-Hvammi.
Hann stundaði sjómennsku, fluttist til Reykjavíkur 1947, nam þar húsasmíði, varð húsasmíðameistari og vann við iðnina.
Þau Erla giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Bjarmalandi á Flötum 10, síðan á Strönd við Miðstræti 9a, en fluttu til Reykjavíkur 1947. Þau bjuggu á Suðurlandsbraut 64 meðan báðum entist líf.
Guðni Hjörtur lést 1965.
Erla Unnur flutti í Álftamýri nokkru eftir lát Guðna, en var síðustu tvö árin á Vífilsstöðum. Hún lést þar 1991.

I. Kona hans var Erla Unnur Ólafsdóttir frá Strönd, f. 22. nóvember 1922, d. 9. júní 1991 á Vífilsstöðum.
Börn þeirra:
1. Sigurður Elli Guðnason vélvirki, flugstjóri f. 12. maí 1943 á Bjarmalandi á Flötum 10, d. 30. desember 2010. Fyrrum kona hans Jóhanna Bærings Halldórsdóttir. Kona hans Guðmunda Kristinsdóttir.
2. Arndís Guðnadóttir sjúkraliði, umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra á Hrafnistu í Reykjavík, f. 25. maí 1948, d. 26. maí 2012. Maður hennar Sigurður Gunnar Sigurðsson.
3. Ólafur Guðnason sjómaður á Seyðisfirði, f. 12. maí 25. febrúar 1950. Kona hans Guðmunda Hafdís Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.