Árni Sigfússon (Skálholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Árni Sigfússon


Systkinin frá Vestri-Löndum. Standandi frá vinstri: Brynjólfur og Árni. Sitjandi: Leifur og Ragnheiður Stefanía.

Árni Sigfússon fæddist 31. júlí 1887 að Vestri-Löndum og lést 7. mars 1948. Foreldrar hans voru Sigfús Árnason og Jónína Brynjólfsdóttir.

Haustið 1906 sigldi Árni til Kaupmannahafnar og nam þar verzlunarfræði um veturinn. Síðan var hann skrifstofumaður hjá Thorefélaginu, sem m. a. rak millilanda- og strandferðaskip hér við land um árabil. Árið 1910 stofnaði Árni hér eigin verzlun, og svo efndi hann til útgerðar og var um skeið athafnamikill atvinnurekandi í heimabyggð sinni. Útgerð rak hann síðan til síðustu ára. - Árni kvæntist 11. desember 1915 Ólafíu Árnadóttur frá Gerðum á Miðnesi. Þau eignuðust 5 börn. Eitt þeirra, frú Elín kona Gunnars Stefánssonar frá Gerði, er búsett hér í bænum.

Verzlunarhús Árna. Íslandsbanki eignaðist hús þetta á sínum tíma og var fluttur í það 1929 og starfræktur þar til sinnar aldurtilastundar eða þar til í apríl 1930. Þá tók Útvegsbanki Íslands við húsinu, og var hann starfræktur þar til 1956, en þá var hann fluttur í nýbyggingu sina við Kirkjuveg.

Árni Sigfússon lézt í flugslysi 7. marz 1948, er Ansonvél með 4 mönnum fórst í flugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur.

Árni bar ýmis einkenni ættar sinnar, svo að áberandi var. Hann var trygglyndur og vinafastur, gáfaður og íhyglinn.

Þau bjuggu síðustu ár hans í Skálholti við Urðaveg.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Árni Sigfússon (Skálholti)


Heimildir