Hrafn Karlsson (vélvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. nóvember 2020 kl. 21:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. nóvember 2020 kl. 21:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Hrafn Karlsson''' frá Heiðarhvammi, vélvirkjameistari fæddist 29. maí 1950. <br> Foreldrar hans voru Karl Björnsson (bakarameistari)|Karl Óskar J...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hrafn Karlsson frá Heiðarhvammi, vélvirkjameistari fæddist 29. maí 1950.
Foreldrar hans voru Karl Óskar Jón Björnsson bakarameistari, f. 2. október 1899, d. 30. janúar 1954, og kona hans Guðrún S. Scheving húsfreyja, verkakona, f. 14. september 1915, d. 11. nóvember 1998.

Börn Guðrúnar og Karls:
1. Sigfús Helgi Scheving Karlsson, f. 30. apríl 1940. Kona hans Ásdís Ástþórsdóttir.
2. Björn Ívar Karlsson læknir, f. 24. apríl 1943, d. 29. júlí 2010. Fyrri kona hans Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir. Síðari kona hans Helga Jónsdóttir.
3. Stúlka, f. 15. maí 1946, d. nýfædd 1946.
4. Sigurður Örn Karlsson verkfræðingur, f. 10. ágúst 1947. Kona hans Margrét Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1952.
5. Hrafn Karlsson vélvirkjameistari, f. 29. maí 1950. Kona hans Anna María Baldvinsdóttir.
6. Sesselja Karítas Scheving Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. september 1954. Maður hennar Stefán Brandur Stefánsson, látinn.

Hrafn missti föður sinn, er hann var á fjórða árinu.
Hann ólst upp með móður sinni og móðurföður í Heiðarhvammi.
Hrafn lauk 3. bekkjar gagnfræðaprófi 1966, nam vélvirkjun í Iðnskólanum og í Vélsmiðjunni Þór og Völundi. Meistari hans var Stefán Ólafsson. Hann varð sveinn 1974, fékk meistarabréf 1978.
Hrafn vann hjá FES og síðan í Vélsmiðjunni Magna.
Hann hefur rekið verkstæðið Eril í Reykjavík ásamt öðrum í 25 ár og er enn að. Auk þess hefur hann verið sölustjóri víða. Þau Anna María eignuðust fjögur börn.

I. Kona Hrafns er Anna María Baldvinsdóttir, f. 5. október 1952.
Börn þeirra:
1. Karen Ósk Hrafnsdóttir tölvufræðingur, f. 23. júní 1971. Fyrrum sambúðarmaður hennar Svavar Gísli Ragnarsson. Maður hennar Jón Hlynur Clausen.
2. Baldvin Hrafnsson viðskiptafræðingur, bankastarfsmaður, f. 20. ágúst 1973. Kona hans Guðleif Sunna Sævarsdóttir
3. Sæþór Árni Hrafnsson verslunarmaður, f. 7. nóvember 1980. Ókvæntur.
4. Elva Dögg Hrafnsdóttir húsfreyja, nemi, f. 3. mars 1994. Sambúðarmaður hennar Höskuldur Páll Hjaltalín.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.