Þórarinn Eiríksson (Dvergasteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. nóvember 2020 kl. 18:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. nóvember 2020 kl. 18:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórarinn Eiríksson (Dvergasteini)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Þórarinn Ögmundur Eiríksson.

Þórarinn Ögmundur Eiríksson frá Dvergasteini sjómaður, útgerðarmaður fæddist þar 3. desember 1924 og lést 22. janúar 1999 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Eiríkur Ögmundsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 14. janúar 1884 á Svínhólum í Lóni, A-Skaft, d. 4. janúar 1963, og kona hans Júlía Sigurðardóttir frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.

Börn Júlíu og fyrri manns hennar Sigfinns Árnasonar:
1. Óskar Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri í Neskaupstað og Reykjavík, lagerstjóri, f. 17. janúar 1911 í Bræðraborg, d. 1. nóvember 2003.
2. Sigurbjörn Sigfinnsson sjómaður, skipstjóri í Eyjum, f. 9. desember 1911 á Hnausum, d. 22. september 1979.

Börn Júlíu og síðari manns hennar Eiríks Ögmundssonar:
3. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
4. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
5. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
6. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
7. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
8. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.

Þórarinn var með foreldrum sínum í æsku og enn 1949.
Hann hóf ungur sjómennsku, var á ýmsum bátum og togarasjómaður, m.a. á Voninni VE 113 og togaranum Elliðaey, síðar á Björgu VE og fleiri bátum.
Þórarnn keypti Búrfell VE 18 með Jóni tengdaföur sínum og Halldóri Jóni mági sínum, síðar Sæfaxa VE 25. Þann bát gerðu þeir út í 30 ár.
Þau Guðbjörg Benónýja giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hólagötu 13 og á síðan Foldahrauni 39f meðan bæði lifðu.
Guðbjörg lést 1997. Þórarinn bjó síðast á Kleifahrauni 3c.
Hann lést 1999.

ctr


Aftari röð frá vinstri: Ólöf Jóna, Kristín Halldóra og Erna Hafdís. Fremri röð: Guðbjörg Benónýja og Þórarinn Ögmundur.

I. Kona Þórarins Ögmundar, (31. desember 1949), var Guðbjörg Benónýa Jónsdóttir frá Búrfelli, húsfreyja, f. 21. júlí 1928, d. 8. febrúar 1997.
Börn þeirra:
1. Kristín Halldóra Þórarinsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. júní 1949 í Dverasteini. Fyrrum maður hennar Þórir Jónsson.
2. Erna Hafdís Þórarinsdóttir húsfeyja, bankastarfsmaður, f. 8. apríl 1956 á Hólagötu 13. Fyrrum maður hennar Halldór Björgvinsson.
3. Ólöf Jóna Þórarinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 1. febrúar 1958 á Hólagötu 13. Maður hennar Hjörleifur Kristinn Jensson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.