Guðbjörg B. Jónsdóttir (Búrfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Benónýja Jónsdóttir frá Búrfelli við Hásteinsveg 12, húsfreyja fæddist 21. júlí 1928 í Stakkholti og lést 8. febrúar 1997.
Foreldrar hennar voru Jón Benónýsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. maí 1896, d. 20. október 1971, og kona hans Kristín Karítas Valdadóttir frá Sandfelli, húsfreyja, f. 21. febrúar 1898, d. 20. september 1938.
Stjúpmóðir Guðbjargar var Ólöf Unadóttir húsfreyja á Búrfelli.

Börn Kristínar og Jóns:
1. Halldóra Þuríður Jónsdóttir, f. 16. mars 1921 á Sólbakka, d. 27. júlí 1926.
2. Halldór Jón Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, síðar starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar f. 6. júní 1926 í Stakkholti, d. 26. september 1999.
3. Guðbjörg Benónýja Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1928 í Stakkholti, d. 8. febrúar 1997.
4. Þórey Inga Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 13. júní 1931 á Búrfelli, d. 5. mars 2020.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar lést, er Guðbjörg var á ellefta árinu. Hún bjó hjá föður sínum og Ólöfu stjúpu sinni, var með dóttur sína þar 1949.
Þau Þórarinn giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hólagötu 13 og á Foldahrauni 39f. Þar bjó Guðbjörg síðast.
Hún lést 1997 og Þórarinn 1999.

ctr


Aftari röð frá vinstri: Ólöf Jóna, Kristín Halldóra og Erna Hafdís. Fremri röð: Guðbjörg Benónýja og Þórarinn Ögmundur.

I. Maður Guðbjargar Benónýju, (31. desember 1949), var Þórarinn Ögmundur Eiríksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Kristín Halldóra Þórarinsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. júní 1949 í Dvergasteini. Fyrrum maður hennar Þórir Jónsson.
2. Erna Hafdís Þórarinsdóttir húsfeyja, bankastarfsmaður, f. 8. apríl 1956 á Hólagötu 13. Fyrrum maður hennar Halldór Björgvinsson.
3. Ólöf Jóna Þórarinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 1. febrúar 1958 á Hólagötu 13. Maður hennar Hjörleifur Kristinn Jensson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 15. febrúar 1997. Minning
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá 1986.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.